23.05.1947
Efri deild: 143. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í C-deild Alþingistíðinda. (4483)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir vænt um að fá þessa yfirlýsingu frá hv. 1. þm. Reykv., eins og ég skildi orð hans. En ég hef aldrei heyrt annað en að málið ætti fylgi að fagna í Nd. Afstaða mín. til þessa máls er önnur en afstaða hv. þm. Str., og það er ekki enn farið að skiljast, að afstaða mín skapaðist fyrst og fremst af ófyrirleitni hæstv. dómsmrh., eftir að hann hafði átt samræður við mig um málið utan þings. Því vil ég ekki leyfa, að málið nái fram að ganga á þessu stigi. Hann hefur haldið því fram, að ég hafi svikið sig, en ég vil aðeins, benda honum á, að málið. er ekki í mínum höndum, þar sem ég er ekki form. n. En ég hafði lofað honum því að gera honum viðvart, ef með þyrfti, og gera mitt bezta til þess að fá málið tekið fyrir í n., en þegar ég svo vil fá málin skýrð, þá hleypur hann upp með ósæmilegum orðum, og getur vel verið, að þeir hv. þm. Snæf. hafi verið á launmálum um þetta, en hæstv. ráðh. ætti að vers nokkru hreinskilnari. Ég hafði ekki fyrr reynt að fá samkomulag um málið við hæstv. ráðh. en hann rýkur upp og skammar mig fyrir hluti, sem ég á enga sök á. Ég vil benda á, að þess konar rök notar hæstv. ráðh., sem einu sinni var kennari í l., að velja mönnum þau svívirðilegustu orð, sem manni verða valin í þessu landi, og það úr ráðherrastól. Það væri ekki amalegt að eiga dómsúrskurð á þessu fallega máli ráðh. Ég studdi hæstv. ráðh. í stjórn, og mun halda áfram að styðja hann í von um, að það bæti eitthvað skap hans. Og ég er alveg hissa á því, að hæstv. ráðh. skuli láta skapið hlaupa svona með sig í gönur, hann hefur engan sóma af því.