28.04.1947
Efri deild: 122. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í C-deild Alþingistíðinda. (4516)

206. mál, innflutningur búfjár

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Aðeins örstutt aths. út af því, sem þm. Barð. sagði. Hann mun hafa átt við stofnkostnað, þegar hann var að tala um tilraunabúið á Hesti. Þá vil ég benda á það, að sumir eru á þeirri skoðun, að það þurfi einmitt að flytja inn sauðfé vegna pestanna. En þm. Barð. hefur að sjálfsögðu sína skoðun á því, hvort heppilegt sé að flytja inn fé, eftir ræðu sinni nú er hann algerlega á móti öllum innflutningi á dýrum. Hins vegar held ég, að innflutningur geti vel verið athugandi, ef vel er um þau mál búið. Með þessu frv., sem hér liggur fyrir, ef samþ. verður, tel ég miklu örugglegar búið um þennan innflutning en verið hefur og legg því eindregið til, að þetta frv. verði samþ.