23.05.1947
Efri deild: 144. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í C-deild Alþingistíðinda. (4545)

242. mál, söngskóli þjóðkirkjunar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég hafði ekki ástæðu til þess við 2. umr., en ætlaði þá að bera fram dagskrártill. um málið, og vil ég því leyfa mér að gera það nú:

„Í trausti þess, að ríkisstj. leiti samkomulags við Tónlistarfélagið í Reykjavík um kennslu í söng og tónlist fyrir nemendur guðfræðideildar háskólans, kirkjuorganista og söngkennaraefni, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Þetta mál hefur verið rætt hér, svo að ég sé ekki ástæðu til þess að þreyta hæstv. forseta með langri ræðu, en aðeins óska þess, að hann beri upp þessa dagskrártill.