25.10.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í D-deild Alþingistíðinda. (4578)

16. mál, dýralíf í Hvammsfirði, Nýpsfirði og Nýps

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Ég og hv. 1. þm. N-M. berum fram brtt. við þessa þáltill., um, að á eftir orðinu Hvammsfirði komi: Nýpsfirði og Nýpslónum í Vopnafirði. Í Nýpslónum er laxveiði, og einnig er þar nokkur koli, en hefur minnkað hin síðustu ár. Meðlimir nýbyggingarráðs sáu lónin í fyrra sumar og leizt þeim vel á þau. Atvinnudeildinni var þegar falin rannsókn á lónunum, en ekki varð úr rannsóknum vegna þess, hve síðla beiðnin kom fram. Fyrst þannig tókst til, og fyrst þetta færi gafst, þá höfum við tveir þm. N–M. borið þessa brtt. fram. Ég orðlengi nú ekki frekar um þetta mál, en leyfi mér að vænta, að þessari brtt. verði vel tekið í þessari hv. d.