16.01.1947
Sameinað þing: 23. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í D-deild Alþingistíðinda. (4609)

115. mál, innflutningur nýrra ávaxta

Katrín Thoroddsen:

Ég vildi þakka hinar góðu undirtektir, sem þessi þáltill. hefur fengið hjá þessum hv. ræðumönnum, og vænti, að þingheimi yfirleitt þyki gott að fá vissu um það, að þessi mistök. sem átt hafa sér stað í þessum efnum, séu af aðgæzluleysi, athugunarleysi, en ekki af ásettu ráði. Og eins og síðasti ræðumaður sagði, þá höfum við efni í góðan mat hér og ættum að geta haft hér fyrirmyndareldi, ef við höfum ávexti og gott geymslupláss. Þá mundi það og enn verða til þess að gera ávextina eftirsóknarverðari, ef þeir yrðu gerðir tollfrjálsir, og mundi með öllu þessu vera stigið mjög stórt spor í áttina til aukins heilbrigðis.