26.02.1947
Sameinað þing: 32. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í D-deild Alþingistíðinda. (4656)

181. mál, sumartími

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Það er hægt að athuga till., þótt málinu sé vísað til n. Ég get skilið, að klukkunni sé flýtt 1. marz, en síður, að ástæða sé til þess í maí, því að þá er slík birta, svo að það hefur enga þýðingu. Þetta hefur aðeins þýðingu haust og vor. Mér virðist full ástæða til að athuga þetta í n. og athuga málið betur, áður en það er samþ. Hægt er og fyrir ríkisstj. að koma í veg fyrir, að klukkunni verði flýtt 1. marz.