28.02.1947
Sameinað þing: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í D-deild Alþingistíðinda. (4661)

181. mál, sumartími

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Ég tel sjálfsagt að fara eftir till. hv. Alþ. um þetta efni, eftir því sem það ákveður, en eins og menn vita, þarf að breyta ákvæðum í reglugerð um þetta efni, ef till. verður samþ. Skilst mér, að það komi sér nokkuð illa, hversu seint þetta er ákveðið, vegna þess að búið er að gera ráðstafanir, sem miðaðar hafa verið við núgildandi reglugerð, en þó er sjálfsagt að gera breyt. á þessu, ef hv. Alþ. ákveður svo. — Þá vildi ég benda á það til viðbótar því, sem hv. 1. flm. sagði, hvort ekki sé ástæða til að breyta einnig hausttímanum alveg eins og vortímanum. Ef hv. flm. till. teldu ástæðu til þess, væri heppilegra að breyta reglugerðinni í heild. Hafa hv. flm. og hv. allshn. ekki hugsað málið í heild eða er það meining þeirra, að reglugerðin standi óbreytt varðandi hausttímann?