28.02.1947
Sameinað þing: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (4668)

181. mál, sumartími

Sigurður Guðnason:

Ég get, út af því, sem fram hefur komið í umr., lýst yfir því, að óánægja hefur verið meðal verkamanna undanfarið með að flýta klukkunni svo snemma, bæði vegna birtu og veðráttu, því að oft á þessum tíma eru slæm veður og erfitt að fara til vinnu mjög snemma. Sumir álíta, að alls ekki beri að flýta klukkunni, en þeir munu þó fleiri, sem telja, að birtan nýtist betur, ef svo er gert. En þessi breyt. má ekki gerast of snemma vegna verkamanna og einnig skólabarna, og það, sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur flm., er að gera þessum aðilum léttara fyrir. Enn fremur tel ég heppilegra að breyta klukkunni um helgi, en ekki í miðri viku.