28.03.1947
Sameinað þing: 41. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (4694)

190. mál, togarakaup fyrir Stykkishólm

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Þegar þessi till. var hér til fyrri umr., gerði ég við hana aths. Ég áleit óeðlilega hátt verð á þessu gamla skipi, þar sem það var hærra en núv. eigendur þess gáfu fyrir það fyrir skömmu, og svo átti að greiða 4% vexti af láninu, meðan það stæði. Ég benti á, að vextirnir væru einnig óeðlilega háir, ef miðað væri t.d. við stofnlánadeildarlán til kaupa á nýjum skipum. En nú hefur sú breyt. á orðið, að lánsupphæðin og þar með ábyrgðin hefur lækkað allverulega, úr einni millj. niður í 350 þús. kr., þar sem Stykkishólmi er nú mögulegt að leggja meira fram til kaupanna en upphaflega var gert ráð fyrir. Auk þess hafa vextirnir fengizt lækkaðir úr 4% í 21/2%, og eru báðar þessar breyt. á málinu til bóta frá því, sem var, er það var lagt fyrir. Ég get því fellt mig við till. á þskj. 594 og mun greiða henni atkv.