22.04.1947
Neðri deild: 117. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í B-deild Alþingistíðinda. (479)

47. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv. hefur nú farið gegnum hv. Ed. og hafa verið gerðar á því þar nokkrar breyt. frá því, sem var, þegar því var skilað héðan úr d. fyrir nokkru. Landbn. hefur tekið þessar breyt. til athugunar, vill ekki ganga inn á, að sumar þeirra séu réttmætar, og hefur þess vegna leyft sér að leggja til sameiginlega, að 2 brtt. verði gerðar á frv., eins og það kemur frá hv. Ed. Önnur breyt. er varðandi 28. gr. frv., en fellt hefur nú verið úr gr., að atkvgr. um fjárskiptafélög skuli fara fram með sama hætti eins og á sér stað um óhlutbundnar kosningar til hreppsnefndar. Í öðru lagi er hér um breyt. á 37. gr. að ræða. Eins og það ákvæði var afgr. héðan úr d., skyldi vera þriggja ára frestur varðandi framtal til fjárskiptabóta, þannig að framlag ríkisins vegna fjárskipta á árunum 1947, 1948 og 1949 skyldi miðast við fjártölu eigenda samkvæmt skattaframtali á árinu 1946, en

svo áfram með þriggja ára fyrirvara. Þessu hefur hv. Ed. breytt þannig, að þetta skuli miðast við næstsíðustu áramót á undan samkvæmt skattaframtali, og getur landbn. þessarar d. með engu móti gengið inn á þetta sem réttmæta breyt., því að með því fyrirkomulagi væri hægt að spekulera nokkuð í fjárskiptabótum, ef miðað er við svo nálægt skattaframtal. Nú hefur landbn. þessarar d. gengið nokkuð til móts við hv. Ed. með því að miða við tveggja ára frest. Vænti ég, að hv. dm. geti gengið inn á þá breyt., og vænti einnig, að hv. Ed. geti sætt sig við þetta í þeirri mynd.

Auk þessara tveggja brtt., sem landbn. flytur sameiginlega, flytur meiri hl. hennar aðrar tvær brtt. á þskj. 678, sem fjalla um það, að það ákvæði haldist í frv., sem var í því, þegar það fór úr þessari d.. um sóttvarnarstöð, og var upphaflega 9. kafli þess. Við teljum nefnilega, að það séu engar líkur fyrir því, að það frv., sem nú liggur fyrir hv. Ed. um innflutning á búfé, nái fram að ganga á þessu þ., þar sem um það er mikill ágreiningur. Það er hins vegar mjög aðkallandi mál að koma upp sóttvarnarstöð og á heima í því frv., sem hér liggur fyrir.

Það hefur valdið miklum ágreiningi, hvort nema eigi úr gildi l. um allt búfjárpestafarganið, sem sett voru 1931, og síðari breyt. á þeim l. Hefur hv. Ed. fellt úr frv. að nema öll þessi l. úr gildi. en við í meiri hl. landbn. leggjum nú til. að þau verði numin úr gildi. og er þá ekki heimilt samkv. þessum l. að flytja inn búfé. nema sérstök l. verði um það sett. Ég fyrir mitt leyti legg á það talsvert mikla áherzlu, að þessar brtt. verði samþ., og undrast mjög, ef hv. Ed. getur ekki fallizt á, að þessi ákvæði séu í frv.

Ég mun svo ekki fjölyrða frekar um málið á þessu stigi, þar eð það hefur verið rætt allrækilega hér í hv. d., en leyfi mér að leggja til, að þessar brtt. landbn. þessarar d. og meiri hl. n. verði samþ. og frv. þannig endursent Ed.