27.05.1947
Sameinað þing: 59. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í D-deild Alþingistíðinda. (4809)

265. mál, endurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég þarf ekki að láta mörg orð falla um þá till., sem hér liggur fyrir. Ríkisstj. leggur til, að henni verði heimilað að skipa sjö manna stjskrn. í stað þeirra n., sem áður hafa starfað að þessum málum. Er frá því skýrt í grg. fyrir till., að það hafi komið á daginn, að n. þær, sem áður hafa starfað að þessu máli, hafi ekki getað sinnt þeim störfum upp á síðkastið bæði vegna dauðsfalls og sjúkleikaforfalla og anna ýmissa nm. Fannst því ríkisstj. rétt að koma á laggirnar nýrri n., þar sem allir þingflokkarnir ættu sinn fulltrúa, en auk þess skipar ríkisstj. 3 menn, og er það sérstaklega í hennar huga að velja þá menn, sem hafi sérþekkingu á stjórnskipulagsmálum og hafa tíma og tækifæri til þess að inna af höndum verulegt starf í þessari n. Ég vildi mega vænta þess, að hæstv. forseti, áður en kemur að þinglausnum, vildi taka þetta mál fyrir til síðari umr., en sé ekki ástæðu til þess að vísa því til n., þar sem þetta er svo einfalt mál.