25.10.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í D-deild Alþingistíðinda. (4861)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Mér skilst hæstv. ráðh. muni leggja á móti því, að ríkissjóður kaupi ullarbirgðirnar. Með tilliti til afstöðu hæstv. ráðh., þá vil ég beina því til hv. fjvn., hvort ekki sé athugandi, að hún reyndi að fara milliveg í þessu sölumáli. Það mun vera búið að selja mikið til alveg suma flokka af ull áranna 1943 og 1944. Óselt mun vera eitthvað af 2., 3. og 5. flokki. Mér hefur dottið í hug, hvort hæstv. ráðh. sæi sér ekki fært að vera með því, að ríkissjóður kaupi það, sem eftir er af ullinni frá árunum 1943–44, svo að hægt sé að gera þau ár upp. Það er strax betra, þótt framleiðslan frá árinu 1945 bíði um sinn. Ég vil beina þessu til hv. n. og vænti þess, að hún athugi, hvort hér sé ekki bent á þann milliveg, sem hæstv. ráðh. gæti fallizt á og allir sætt sig við eftir atvikum.