10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (4865)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það er rétt hjá hv. frsm. meiri hl. fjvn., að við tveir, sem ekki hóf um undirritað álit meiri hl., höfum ekki lagt hér fram neitt sérstakt nál., og mætti ef til vill draga af því þá ályktun, að andstaða okkar gegn þessu máli væri ekki áberandi. Hins vegar má ætla af því, hve margir nm. standa að brtt. á þskj. 233, að framgangi málsins sé tryggður meiri hl. hér á þinginu. En afstaða mín mótaðist af tvennu. Í fyrsta lagi eru hér í gildi l. um breyt. á dýrtíðarl. Sú breyt. var samþ. 28. febrúar 1945, og vísa ég hér til 5. liðs þessara bráðabirgðaákvæða í þessu sambandi. Ég leit svo á í fjvn., að þar sem dregizt hefur að selja ullina þar til á s.l. ári, að undanteknum 3. og 5. flokki, þá ætti nú að fara með það, sem er óselt, eins og það, sem er selt, þ.e.greiða bændum það ekki fyrr en það er selt. Og nú er mér spurn, hvort hægt sé að breyta þessum l. með einfaldri þál. í þessu efni, og gætu mér lögfróðari menn upplýst það hér. Ég hefði haldið, að breyta þyrfti fyrst bráðabirgðaákvæðum dýrtíðarl. frá 28. febrúar 1945 og á þann hátt fela ríkisstj. að gera þá breyt., er Alþ. vill samþykkja í þessu máli. Í l. þeim er ákveðin regla mörkuð um alla meðferð þess.

Hin ástæðan til afstöðu minnar er sú — og er ekkert einkennilegt, þótt menn, sem hafa fjallað um mál í fjvn., hugsi þannig —, að ég veit, ekki, hvort ríkissjóður er við því búinn að borga út 21/2 millj. kr., en það mun hv. fjmrh. geta upplýst. Ég dreg það mjög í efa, að ríkissjóður hafi svo mikið af handbæru fé, að hann gæti orðið við þessari áskorun, ef hún næði samþykki, fyrir lok þessa mánaðar. En eins og kunnugt er, á ríkið minnst til af handbæru fé í byrjun hvers árs, og þyrfti sennilega yfirdrátt til að mæta þessari kvöð, og kvaðirnar eru nú svo margar, eins og við vitum bezt í fjvn. Þá hef ég lítillega gert grein fyrir þeim tveimur meginástæðum, sem liggja til þess, að ég sé mér ekki fært að fylgja þessu máli, og mun ég láta þessa grg. nægja, en ekki bera fram sérstakt nál.