10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í D-deild Alþingistíðinda. (4868)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. — Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning, sem er í því fólginn, að undir nál. meiri hl. fjvn. vantar mitt nafn, og hefur það komið fram í þessum umr., að ég væri í minni hl. Til staðfestingar þessu vil ég lesa úr gerðabók fjvn. 13. des. Þar stendur, með leyfi hv. forseta:

„Tekið fyrir till. til þál. um kaup ríkissjóðs á ull. Samþ. að mæla með till. óbreyttri af ÁS, HÁ, HelgJ, PO, SK, IngJ og GJ.“

Þetta vildi ég aðeins leiðrétta, en sé ekki ástæðu til að gera nánar grein fyrir atkv. mínu. Við í meiri hl.l. höfum falið frsm. að mæla fyrir okkar hönd.