06.02.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í D-deild Alþingistíðinda. (4879)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég tók svo eftir hjá hv. frsm. fjvn., að n. stæði að þessari brtt. Afstaða mín er óbreytt frá því, sem þá var, þegar málið var til umr. síðast, svo að till. er þá á reikning meiri hl. n., sem stendur að henni. Málinu var frestað þá fyrir beiðni þáverandi hæstv. fjmrh., og væri ekki úr vegi, að núverandi hæstv. fjmrh. léti til sín heyra, hvort ríkissjóður er nú tilbúinn að greiða þá upphæð, sem í till. felst. Ég skal ekki heldur vekja umr. um málið, en vildi aðeins láta þetta koma fram.