06.02.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í D-deild Alþingistíðinda. (4880)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vil gjarnan fara fram á, þar sem fjmrh. og landbrh. eru nýteknir við störfum, að við fengjum tækifæri til að athuga sjálfir, annaðhvort einir eða með fjvn. í heild, og heldur það síðara, möguleika á því að koma því í verk, sem hér er till. um, áður en endanleg afstaða er tekin til málsins. Þætti mér af þeim ástæðum eiginlega heppilegast og þarf að fara fram á að fá málinu frestað og bið því um, að till. verði tekin af dagskrá með það fyrir augum, að ég geti með hæstv. landbrh. athugað málið nánar.