05.11.1946
Sameinað þing: 7. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í D-deild Alþingistíðinda. (4894)

328. mál, húsnæði handa rektor menntaskólans í Reykjavík

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég hef minnzt á gamla landlæknishúsið, ekki af því, að mér beri skylda til að finna hús fyrir rektor, heldur af því, að mér sem gömlum kennara er ljós sú aðstaða, sem hér er um að ræða. Í þessu húsi hefur rektor aðstæður bæði til að líta eftir nemendunum í skólanum og einnig úti á túninu. Þess vegna væri þetta hús sérstaklega heppilegt. Ég er samdóma hæstv. fjmrh. um það, að þarna verði einhvern tíma byggt, en ég hygg, að það verði þó ekki í náinni framtíð.

En nú á íbúðin að kosta um 650 þús. kr., og þar sem þetta frumhlaup menntmrh. mun kosta miklu meira, þá er það ekki mikið, þótt skinnað sé upp á þessa íbúð, sem nokkru uppbót fyrir þau óþægindi og óhag, sem skólinu og rektor hafa beðið við gerðir menntmrh.