20.11.1946
Neðri deild: 20. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

25. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. — Ég vil aðeins láta þess getið í sambandi við þetta mál, að fjhn. varð sammála um það á sínum tíma, og er þannig um að ræða framlengingu á ástandi, sem verið hefur. Þessi framlenging er um vissar tollatilslakanir og að vissu leyti tollahækkanir, fella niður tolla á vissum matvörutegundum, lækka um helming tolla á öðrum matvörutegundum og í þriðja lagi að hækka allt að 50% tolla af áfengi og tóbaki. — Ég vildi aðeins láta þessa getið.