10.12.1946
Sameinað þing: 16. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í D-deild Alþingistíðinda. (4928)

269. mál, héraðabönn

Forseti (JPálm):

Út af þessum síðustu ásökunum síðasta ræðumanns þykir mér ástæða til að ítreka það, að það eru rangar ásakanir, sem hér eru fram fluttar. Ég hef ekki sagt annað en það, að hér í Sþ. hafi enginn þm. flutt ræðu fullur, síðan hann (HV) kom í þingið. Annað sagði ég ekki. Hitt, hvort einhverjir þm. smakka áfengi, kemur þessu máli ekki við. Ég tel óhætt að fullyrða, að í Sþ. hafi enginn maður flutt ræðu undir áhrifum áfengis.