16.01.1947
Sameinað þing: 23. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í D-deild Alþingistíðinda. (4972)

332. mál, lögræði

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Eins og ég tók fram, þá var það að nokkru leyti að gefnu tilefni frá landlækni og Helga Tómassyni, að ég fól Þórði Eyjólfssyni þessa endurskoðun. Hins vegar kom mér ekki í hug að gefa Þórði Eyjólfssyni, einum okkar ágætasta lögfræðingi, fyrirskipun um að fara að öllu leyti eftir till, þessara tveggja ágætu embættismanna, en ég lét þess getið við hann í sambandi við þessa endurskoðun, að ég óskaði eftir, að hann hefði nokkurt samráð víð þá um endurskoðunina, án þess að gefa honum í einu eða öðru fyrirskipanir í þessu efni. Ég tel svo vel séð fyrir þessu máli, að ekki sé nein ástæða til að skipa n. í það, a.m.k. ekki meðan till. Þórðar Eyjólfssonar liggja ekki hér fyrir, en það verður væntanlega innan hálfs mánaðar.