10.01.1947
Sameinað þing: 22. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í D-deild Alþingistíðinda. (4976)

273. mál, utanferðir nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana

Flm. (Jónas Jónsson):

Með þessari till. vildi ég spyrja að því, hvort stjórn fjárveitinganna vildi ekki taka upp þann sið að gera að viðbótareyðslu við þessar stofnanir, að forstöðumenn þeirra eða trúnaðarmenn fengju með vissu skipulagi aðstöðu til þess að kynna sér sína grein nokkrar vikur á ári í næstu löndum, bæði í Evrópu og Ameríku:

Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta. Stofnanir þær, sem hér greinir, velta mörgum milljónum árlega og forstöðumenn þeirra eru svo önnum kafnir, að ég hygg, að ef stjórnin ekki gerir ráðstafanir, mundi þeim ekki detta í hug að fara í slík kynningarferðalög. Við erum afskekktir, og það er hægara fyrir menn í Stykkishólmi, Ósló og Kaupmannahöfn að fara slíkar kynningarferðir en fyrir menn, sem hér búa. Mér varð það ljóst, þegar ég fór austur yfir heiði og sá ýturnar þar að verki, hve mikill munur var á verklaginu og þegar verkamenn voru þar að verki, þó að þeir væru duglegir. En þessa nýju tækni fengum við frá hernum, en ekki fyrir okkar atbeina. Þetta er svona í fleiri greinum. Ég álít, að ríkið eigi að sjá til þess, að menn úr þessum stofnunum geti fylgzt með þeim breyt., sem verða í tækninni.

Ég legg svo til, að gefin sé skýrsla, til þess að almenningur geti fylgzt með því, hvað hefur áunnizt í hverri ferð.

Ég óska svo, að till. verði vísað til fjvn.umr. lokinni.