06.02.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í D-deild Alþingistíðinda. (5058)

283. mál, áfengisútsalan í Vestmannaeyjum

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég flyt hér ásamt hv. 4. landsk. þessa till. samkv. ósk áfengisvarnanefndar Vestmannaeyja og. veit sjálfur, að þær ástæður, sem þar eru fram taldar eða til er vísað fyrir því, að áfengissalan sé minnkuð á þann hátt, sem segir í till., eru réttar.

Ég ætla, að ekki gerist þörf að hafa um þetta mál mörg orð. Það er vitað, að hjá allshn. eru ýmsar till. varðandi áfengismál, sem hafa komið fram á þessu þingi, og flestar þeirra hafa farið til allshn. Ég var einn af allshn: mönnum hér á þingi, og okkur kom saman um að reyna að draga saman allar þær till., sem komu til n., til allsherjarathugunar með það fyrir augum, að n. gæti svo soðið saman einhverjar skynsamlegar till. varðandi þessi mál með hliðsjón af hinum ýmsu skoðunum, sem fram komu og liggja hjá n. og snerta málið. Með hliðsjón af því finnst mér rétt, að þessi till. hér fári líka til allshn. Ég vænti þess, að hún fái athugun n., ásamt fleiri till., sem snerta að einhverju leyti þetta sama mál. Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti vill leyfa að umr. sé frestað. (Forseti: Þetta er fyrri umr.) Fyrst svo er vil ég leggja til, að till. verði vísað til síðari umr. og hv. allshn.