04.03.1947
Sameinað þing: 34. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í D-deild Alþingistíðinda. (5108)

288. mál, bátabryggja í Grenivík

Flm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Ég get orðið stuttorður um þessa þáltill., því að henni fylgir grg.

Grenivík er allstórt þorp, og menn stunda þar bæði sjó- og landvinnu. En síðan skipin fóru að stækka, þá hefur ekki verið gott að fá sjómenn á trillubáta, þeir vilja ekki vera á svo litlum fleytum, og þá vofir sú hætta yfir, að Grenivík leggist í eyði, og er þá miklum verðmætum kastað í sjóinn. Þess vegna hefur þorpsbúum komið saman um að mynda útgerðarfélag og eru þegar búnir að safna um 200 þús. kr. til þess að kaupa tvo stóra vélbáta. En til þess að hægt verði að nota svona báta, þarf bátabryggju, og hefur — kostnaðurinn verið áætlaður af vitamálastjóra um 400 þús. kr. Það er gert ráð fyrir, að ríkið leggi fram fé í þessa byggingu. Og þó að ég bendi hér á þessar 200 þús. kr. sem helming þessa kostnaðar, þá mundi það verða undir mati hv. fjvn. og síðan Alþ., hvort ekki væri hægt að byrja með minna og láta bygginguna ná yfir lengri tíma.

Ég þykist vita, að þegar búið er að kaupa báta, sem kosta eina og hálfa millj. kr., þá sjái hv. þm. ekki fært að láta þar við sitja og- styrkja ekki þessar framkvæmdir.

Læt ég svo þetta nægja, og óska ég, að þessu máli verði vísað til hv. fjvn.