28.03.1947
Sameinað þing: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í D-deild Alþingistíðinda. (5146)

292. mál, raforkustöð Vestmannaeyja

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég hef ásamt hv. 6. landsk. þm. leyft mér að flytja þessa till. til þál. um ríkisábyrgð á viðbótarláni til rafstöðvar Vestmannaeyja. Þessi framkvæmd er að vísu langt á veg komin, en þar hefur orðið eins og víðar, að tilkostnaðurinn hefur reynzt meiri en áætlað var í fyrstu, og er því hér farið fram á ábyrgð ríkissjóðs nokkuð fram yfir það, sem áður hafði verið áætlað. Hér er farið fram á allt að 11/2 millj. kr. viðbótarlán eða ábyrgð á því, og er það í viðbót við 3 millj. kr., sem heimilað var áður í þessu skyni, en þó að sjálfsögðu innan þeirra takmarka, sem venja er orðin til um slíkar ábyrgðarheimildir, að ekki er farið yfir 85% af heildarkostnaði verksins.

Ég hef ekki neinu við þetta að bæta á þessu stigi málsins. Ég hef fyrir hönd okkar flm. þau tilmæli ein fram að bera, að þessu máli verði vísað til hv. fjvn., sem hefur jafnan fjallað um sams konar mál.