28.03.1947
Sameinað þing: 40. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í D-deild Alþingistíðinda. (5165)

296. mál, Bernarsambandið

Flm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Herra forseti. Ég sé, að hæstv. ríkisstj. hefur flutt frv. til l. um það efni, sem í þessari þáltill. greinir. Ég er því að sjálfsögðu í alla staði ásáttur um það, að málið verði afgr. með þeim hætti, sem þar er lagt til, og tel rétt og tryggilegar frá gengið, að málið sé afgr. sem l. heldur en með þál., þó að mér virðist, að það hefði verið hægt að afgreiða málið á fullnægjandi hátt með þál. Af þessum sökum sé ég ekki ástæðu til þess að fara lengra út í málið á þessu stigi. Ég tel rétt, að þessari umr. verði frestað og málinu vísað til allshn., ef það sýnir sig, að frv., sem fyrir liggur á þskj. 591, nái fram að ganga, því að þá er mín þáltill. að sjálfsögðu óþörf, og þykir mér því eðlilegt, að hún liggi í n., meðan séð er, hvaða undirtektir frv. þetta fær.