24.05.1947
Sameinað þing: 59. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í D-deild Alþingistíðinda. (5208)

307. mál, Austurvegur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Eins og álit minni hl. ber með sér, var fjvn. ekki sammála um afgreiðslu þessa máls. N. ræddi m.a. við fjmrh. og samgmrh., og lét hann í ljós, að ljúka þyrfti Krýsuvíkurveginum og fá nokkra reynslu af honum, áður en ráðizt yrði í þessar stórframkvæmdir. En þetta mál er til athugunar í ríkisstj., og fjárhagsráð þarf einnig að athuga það í samráði við hana og fleiri aðila. Til eru ákvæði í l., þar sem heimiluð er lántaka, og á verkinu að vera lokið á 7 árum, og er það á valdi ríkisstj. að framkvæma þetta, hvort sem þessi till. verður felld eða ekki, og leggur meiri hl. n. til, að till. sé vísað til ríkisstj.