29.11.1946
Efri deild: 23. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

25. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað þetta mál og er sammála um að mæla með því, enda mun það vera svo, að engu síður er ástæða til þeirrar löggjafar, sem hér um ræðir, heldur en þegar l. voru sett í fyrstu. N. flytur eina brtt. um umorðun á 1. gr. frv., en það er engin efnisbreyting. Í frv. stendur, að l. nr. 98 9. júlí 1941, sbr. l. nr. 118 31. des. 1945, skuli koma í gildi af nýju frá 1. janúar 1947 að telja og gilda til loka þess árs. Þetta er auðvitað rangt orðalag, þar sem þessi l., sem þarna er vitnað til, eru í gildi nú í dag og gilda þar til í lok ársins. Þess vegna er ekki hægt að segja, að þau skuli koma í gildi af nýju, heldur er rétt að segja, að þau skuli gilda til ársloka 1947. Það mun standa svo á þessari villu — eða hvað maður ætti að kalla þetta —, að þegar 1. voru framlengd í fyrstu, var það eftir áramót, og l. hafa fallið úr gildi 1. janúar, og var því rétt að segja þá, að þau skyldu koma í gildi af nýju, og síðan hefur þetta orðalag verið látið haldast í frv. Ef hins vegar afgreiðsla frv. kynni að dragast fram yfir áramót, þá væri að sjálfsögðu rétt að taka þetta orðalag upp aftur.