23.04.1947
Sameinað þing: 45. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

12. mál, fjárlög 1947

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Það hafa verið gerðar aths. við fjvn., og hafa sumir jafnvel gert árásir á hana, og verð ég að líta svo á, að þau ummæli séu sett fram til þess að menn geti lesið þau í Alþingistíðindum, og það er eitt af þeirri auglýsingastarfsemi, sem rekin er hér. Ég vildi fara hér fáum orðum um þessar aths. og hefði óskað að svara hæstv. fjmrh., en þar sem hann er hér ekki staddur nú í augnablikinu, þá mun ég svara hv. 11. landsk. þm. á undan. Hv. þm. talaði um, að mesta þrekvirki, sem stjórnin hefði gert, væri að hleypa vindi úr mér, og fannst honum minna til míns stórhugar koma en við 2. umr. Út af þessu vildi ég benda hv. þm. á, að þegar ég hélt framsöguræðu mína við 2. umr., þá var frv. lagt fram með 197.318.358 kr. útgjöldum, en þegar frv. er nú lagt fram, þá eru gjöldin 825.923 kr. minni en við 2. umr., en við bætist rúmlega 2 millj. kr. á 22. gr. Nú hef ég haldið því fram, að til. n. lýstu, að stórhugur væri ríkjandi í þessum málum, og ef hv. 11. landsk. hefur hlustað á umr., þá hlýtur hann að minnast þess, að ég tók fram, að ég vildi ekki sitja lengur í fjvn. en meðan stórhugur ríkti þar. Ef hann heldur, að ég hafi brotið það heit, þá er það líkt og um önnur rök sósíalista. En hvar er hans stórhugur? Hann leggur til á þskj. 702. að hækkað sé framlag til hafnarbóta í Hafnarfirði upp í 600 þús. En kannske er hv. þm. hér í kapphlaupi við hæstv. samgmrh. til að reyna að sýna það, að hann sé sá stóri. Annað stórt finnst ekki hjá hv. þm., því að aðrar till. hans eru satt að segja ekki mikið stórhuga. Þær eru um nokkrar krónur til Leikfélags Hafnarfjarðar og lesstofu. En þessi hv. þm. var ekki svo duglegur að koma til fjvn. tímanlega, svo að henni gæfist tóm til að athuga þessar till., en ef þær hefðu komið fram við 2. umr., þá hefði það verið athugað hvort bæri að hækka þær. Það er svo ekki ástæða til að ræða frekar ummæli hv. 11. landsk. þm.

Þá fannst mér hæstv. fjmrh. helzt áfellast mig fyrir, að ég notaði orðið „bylting“, en ég veit ekki, hvort ég hef meint það eins illa og hæstv. ráðh. hefur tekið það. Það skal svo tekið fram, að frv. hefur ekki lækkað nema um 800 þús. kr., en inn á það hafa komið um 2 millj. kr., svo að gjöldin hafa fremur hækkað. En það er annað mál, að niðurskurður hefur verið gerður á ákveðnum liðum frv. til þess að setja inn aðra ákveðna liði, og má alltaf deila um, hvað á að skera niður og hvað ekki, og eru ýmsir liðir í fjárl., sem mega sparast, og hefði ekki átt að láta aðra liði víkja fyrir þeim. M.a. vildi ég leyfa mér að benda á, að í eitt kjördæmi er látið 180 þús. kr. meira, en fjvn. gerði ráð fyrir, og 230 þús. kr. meira í annað kjördæmi. Vitanlega er þörf fyrir þessar fjárveitingar, en hún er ekki svo sterk, að ástæða væri til að taka fé til þessa frá nauðsynlegum framkvæmdum. Ég tók það fram um 13. gr., að þegar búið er að breyta henni, þá muni sparast um 216 þús. kr., en eðlilegra er, að ekki sé farið inn á þá leið að lækka ákveðna liði, sem við höfum samþ. Þá sagði hæstv. fjmrh., að meiri framkvæmdir væru nú en í fyrra og þó hæstv. menntmrh. frekar, en tölur hans voru ekki réttar. Árið 1946 voru lagðar 2,3 millj. kr. til raforkumála og ekki nema 700 þús. kr. meira nú, og er því mismunurinn ekki ýkja mikill. Það sama er að segja um vegi. Árið 1946 voru lagðar fram 71/2 millj. kr. til vega, en nú 61/2 millj. kr. Til hafnarbóta voru veittar 5 millj. kr. og 2 millj. kr. úr hafnarbótasjóði, svo að sjá má, að þessar framkvæmdir eru ekki meiri nú en í fyrra, og segi ég það til leiðréttingar, en ekki til ásakana. Hitt er svo annað atriði, að miklu meira er nú varið til skólabygginga, en nokkru sinni áður, og er það vegna löggjafar um það efni.

En ef allt er reiknað jafnskakkt og þetta, þarf að athuga þessi mál betur fyrir fundina en þessir 2 hæstv. ráðh. hafa gert í dag.

Hvað viðkemur því, sem hæstv. ráðh. sagði, að fjvn. mundi gera till. um 18. gr., þá sagði ég það ekki, heldur sagði ég, að n. mundi skrifa ríkisstj. um, að þessi gr. verði endurskoðuð. Fjvn. hefur enga aðstöðu til þess að gera till. út af þessari gr., en ég teldi æskilegt, að t.d. 3 vanir menn aðstoðuðu ríkisstj. um athugun á þessari gr., áður en næsta fjárlagafrv. verður samið. Ég sé svo ekki að öðru leyti ástæðu til að svara hæstv. ráðh. og hans ræðu, en í sambandi við till. hans á þskj. 704, VIII 2, vil ég benda hæstv. ráðh. á, að ég tel mjög vafasamt, hvort ekki þarf sérstök heimildarlög eða hvort nægilegt er að hafa það aðeins á fjárl., en forseti mun skera úr því, þegar þar að kemur. Ég sé, að sams konar heimild hefur verið í fyrra á fjárl., en vafasamt, hvort það er í samræmi við stjskr., eins og hv. þm. Snæf. tók fram, en um þetta atriði skal ég ekki segja, en bendi aðeins á þetta. Um fyrri liðinn hefur n. ekkert að athuga, og sé ég ekki ástæðu til að kalla saman fund vegna hans, nema þess sé sérstaklega óskað eða sérstakt tilefni gefist.

Hvað snertir ræðu hæstv. menntmrh., þá hef ég þegar svarað henni að nokkru og sé ekki ástæðu til miklu meiri umræðna út af hans ræðu, en ég vil endurtaka það, að ég tel ekki, að þær upplýsingar, sem hann gaf, hafi verið réttar og að ástæða sé til að gera nokkrar aths. út af þeim.

Ég mun þá víkja nokkrum orðum að ræðu hv. þm. N-Ísf. Hann er sá fyrsti og eini hv. þm.. sem flytur ádeilu á n. fyrir störf hennar og þá sérstaklega á form. n., því að hann hélt því fram, að form. n. hafi afskipt Norður-Ísafjarðarsýslu með sérstökum hætti í samanburði við aðrar sýslur. En í sambandi við þetta vil ég benda hv. þm. N-Ísf. á það. hve Norður-Ísafjarðarsýsla hefur farið vel út úr skiptunum, því að framlögin voru við 2. umr. 865 þús. kr., en nú er lagt til, að þau verði 972.400 kr. í till. frá n., þar sem ýmsar sýslur hafa verið lækkaðar verulega. Ég held því, að sízt sé hægt að ásaka n. fyrir, að hún hafi afskipt Norður Ísafjarðarsýslu, en ef til vill stafar þetta af því, að sýslan á nú 21/2 þm., sbr. 11/2 Hannibal, sem talað var um um daginn, sem gengið hafa vel fram í að „agitera“ fyrir sinni sýslu. En ég vil í þessu sambandi benda á, að aðaláherzlan hefur verið lögð á vegasamband yfir Þorskafjarðarheiði. Að vísu er nokkur hluti þess vegar í Barðastrandarsýslu, en Barðstrendingar hafa ekki hagsmuna að gæta, þegar vegurinn nær svo stutt. Til þess hefði hann þurft að ná í Kollafjörð og liggja yfir Kollafjarðarheiði, og Barðstrendingar hefðu miklu frekar kosið, að sú leið hefði verið farin, því að það hefði komið að fullu gagni fyrir þá og verið í alla staði heppilegra. Þegar lokið er við Þorskafjarðarheiði, þá er hægt að fara að undirbúa aðra vegi. Voru t.d. á síðasta ári veittar 70 þús. kr. í Bolungavíkurveg fram yfir fjárl. Það kann vel að vera, að fjvn. hafi þá sýnt lítinn skilning, en hæstv. stjórn hefur þá bætt það fullkomlega upp. En n. hefur ekki viljað breyta þessu og veitt enn 200 þús. kr., en sleppt þessum 70 þús., sem veitt var fram yfir. Þorskafjarðarheiði hefur líka fengið 70 þús. kr. meira en veitt var, svo að það er með engu móti hægt að segja, að sýslan hafi verið afskipt. En ég vil einnig benda á í sambandi við tvö kauptúnin í Norður-Ísafjarðarsýslu, Bolungavik og Súðavík og svo Ísafjörð, að þessir staðir hafa nóga mjólk, þó að þessir vegir komist ekki upp þegar í stað, en vantar verzlunarsambönd við kauptúnin, en þetta fé er ekki látið ganga jöfnum höndum til annarra staða, sem enga mjólk fá, og þeim neitað um fjárframlag til að bæta úr þeim skorti og þeirri brýnu þörf. Til Bolungavíkur var svo veitt á s.l. ári töluverð upphæð, eða um 120 þús. kr., úr hafnarbótasjóði, svo að ég sé ekki að þessi ásökun hv. þm. N-Ísf. hafi við rök að styðjast, en hann hefur nú haldið þessa ásökunarræðu á hverju þingi síðan 1942. að þessi sýsla sé afskipt, en ég sé ekki. að það sé gert nú.

Þá minntist hv. þm. á till. sína um Vestfjarðaskútuna, og í því sambandi minntist hann á atvik í þinginu, sem honum var þó til lítils sóma. Þá sótti hann fast að gera sem mesta smán þeim ráðherra, sem hann þó studdi, og gerði allt, sem hann gat, til þess. En ég vil benda á, að jafnhliða því, sem hv. þm. ber fram þessa till. um að veita fé til björgunarskútu og krefst yfirlýsingar frá hæstv. ráðh., þá hefur hann borið fram þáltill. um sama mál og á líkum grundvelli og hans bjánalegu till. var vísað frá með í fyrra, því að ekki var hægt að samþykkja hana, til þess þurftu ýmsar rannsóknir að fara fram, sem hann leggur nú til að gerðar verði. Það er vitanlega ekkert vit í að fara að byggja skútuna, fyrr en menn hafa komið sér saman um stærð hennar, hvort hún á að vera 60, 100 eða 150 smálestir. Mér virðist nú, að eins og málið er nú komið, sé nauðsyn að rannsaka það allt í heild, en samningurinn er uppfylltur að því leyti, að björgunarstarfsemi er haldið uppi. Í honum er ekki sagt, að byggja eigi skútuna á þessu ári, og var það upplýst í fyrra. En ég legg á móti því, að till. verði tekin upp í heimildagr., til þess er málið ekki nægilega ljóst eða undirbúið.

Þá flytur hann tvær till. um fjárframlög til einstakra manna. Önnur er að veita bónda í Steingrímsfirði styrk. Ekkert erindi hefur um þetta komið til n., og því er ég á móti þessari till. Þá er till. um að veita mönnum styrk, sem urðu fyrir skaða í snjóflóði. og minntist hann á, að margir sumarbústaðir hefðu farið þannig forgörðum, og sé ég ekki ástæðu til að samþykkja þá till.

Þá spurðist hv. þm. N-Ísf. fyrir um till. nr. 32 á þskj. 691. Hæstv. forsrh. hefur svarað þeirri fyrirspurn, og sé ég ekki ástæðu til að svara henni frekar, en vísa til svars hans.

Hv. 8. landsk. minntist á tvær till. á þskj. 702. Hann minntist á, að þetta væri einkennileg aðferð, að breyta fjárl., frá því að þau eru samþ. við 2. umr., við 3. umr. og taldi þetta ósæmilegt í alla staði. Nú vil ég ekki mæla 15% niðurskurðinum bót, en ég vil í þessu sambandi benda á menntaskólamálin. sem flokksbróðir hans hefur ráðstafað á s.l. ári. Þá var veitt til hans 500 þús. kr. Og til hvers var því varið? Meiri hluta þess var varið til að kaupa ekki neitt, bókstaflega ekki neitt, nema ónýta húskumbalda inni í Laugarnesi. Fyrir allt að 400 þús. kr. keypti hann þessa kofa, því að bærinn á landið, svo að þeir ættu ekki að hafa hátt um sig eða ræða þetta mikið, sem svo fara með féð, en það er ekki í höndum þessara manna nú. En eins og ég hef tekið fram áður, vil ég alls ekki, að þessi aðferð sé höfð, heldur að ríkið taki lán til að byggja báða menntaskólana. Afborganir og vextir af því yrðu ekki þyngri á ríkissjóðnum en þetta, að vera að pína sig til að láta árlega smáfúlgur, sem svo eru hvorki fugl né fiskur. Ég veit, að það eru til margir efnaðir menn, sem vildu leggja fram fé til þessara hluta, en þetta hefur ekki fengizt samþ. í n.

Þá minntist hann á 13. gr., og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það, en hann sagði, að það væri ekki skylda Sósfl. eða stjórnarandstöðunnar að koma með till. til tekjuöflunar. En ég sé nú ekki annað, en það sé skylda allra hv. þm. Ég álít, að allir þm. ættu að vera á verði fyrir stjórnina. Hver þm. ætti jafnan að koma með tekjuöflunartill. til jafns við útgjaldatill., hvað sem er um skyldu stjórnarinnar eða ekki. En ég skil ekki hvers vegna þeir eru að bera fram hækkunartill., þegar þeir trúa ekki stjórninni til að afla tekna á móti þeim. Sósíalistar hafa borið fram miklar hækkunartill. Þeir ætla þó að treysta þessari ríkisstj. til að framkvæma þessa hluti, en bera þó engar tekjuöflunar- eða lækkunartill. fram til að vega upp á móti þessu. Ég held, að hv. þm. ætti að kynna sér þessi mál betur, því að annars á hann ekkert erindi á Alþingi.

Hv. þm. Snæf. minntist á brtt., sem hann flytur á þskj. 702. Ég get ekki fallizt á að taka upp þessa till. um 100 þús. kr. til Útnesvegar. Aðaláherzlan er þarna lögð á Ólafsvíkurveginn, og sé ég ekki ástæðu til að vera að dreifa fénu á fleiri staði innan sama héraðs. Till. um framlag til Karlakórs Reykjavíkur kom til fjvn., og var erindið borið upp í n., rætt og greidd atkv. um það. Það kom fram m.a., að þetta var vegna þess, að þeir, sem fóru í þessa för, yrðu að hafa tekjur, en margir höfðu engar haft meðan á förinni stóð. En margir þeirra eru á launum hjá því opinbera og héldu þeim óskertum, meðan á ferðinni stóð. N. hefur einnig fengið þær upplýsingar, að kórinn fékk styrk á s.l. ári. sem átti að vera lokagreiðsla, og gat n. því ekki fallizt á, að þessi till. yrði tekin upp.

Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða frekar um till. hv. þm. Snæf., en þá er það hv. þm. A-Húnv., hæstv. forseti. Honum fannst, að sínar till. hefðu fengið lélegar undirtektir hjá fjvn. Ég held þetta sé oflof á n., ég held hún hafi viljað taka tillit til tillagna hæstv. forseta. Framlagið til brúarinnar á Blöndu hefur verið hækkað, en ég lit svo á, að með hana eigi að gera sérstakar ráðstafanir eins og við brúna á Ölfusá. Og hins vegar held ég, að það sé ekki alls kostar rétt hjá þessum hv. þm., að ekki hafi verið tekið tillit til vegagerða og annarra framkvæmda í hans héraði sem öðrum héruðum, og ég get fullyrt það, að n. tók fullt tillit til þeirra tillagna, sem þessi hv. þm. hefur flutt, sem annarra till. Fjvn. ætlaðist til þess, að framlagið til Gönguskarðsvegar væri notað í vegina báðum megin heiðarinnar, og verða þm. þessara héraða, hreppstjórnirnar eða vegamálastjórinn að úrskurða, hve mikið skuli unnið fyrir hvorum megin heiðarinnar. Hv. þm. óskaði þess, að þetta væri tekið inn á heimildagreinina, 22. gr. frv., en mismunurinn er nú ekki mikill, hvort það er gert eða sett beint inn á sjálfa fjárlagagr., því ef fé er til, þá ber ríkissjóði að greiða, og ef fé er ekki fyrir hendi, þá er heimild fyrir því að fella greiðslu niður. Þess hefur og verið óskað við fjvn., að hún samþykkti ekki nein frekari útgjöld, nema rætt væri fyrst um málið við hæstv. ríkisstj., og ættu því þm. að snúa sér til hennar í þessu efni.

Út af brtt. hv. 1. þm. Árn., sem hann sagði, að hv. 2. þm. Árn. mundi einnig mæla með, þá vil ég upplýsa, að fjvn. afgr. erindið, en gat ekki fallizt á það. Þar er um að ræða 1500 kr. styrk til blinds manns til kaupa á harmóniku. Nú er það svo, að með hinum nýju l. um almannatryggingar, sem þessir menn heyra undir, þá eru kjör þeirra bætt að mun og hlutur þeirra gerður miklu betri, en áður var, og gat fjvn. því ekki fallizt á þessa fjárveitingu.

Um talið um dýralæknana varð ég undrandi, því að í l., sem samþ. voru um daginn, eru þau ákvæð, sem leiða það af sér, að tilgangslaust er að samþykkja till. sem þessa.

Ég nenni ekki að deila við hv. 2. þm. S-M. né fara að ræða grautarsuðuræðu hans, en ég vil þó benda honum á, að það er ekki í hlutverki fjvn. að byggja brýr eða skaffa efni til þeirra. Það er ekki hennar hlutverk. Aftur á móti get ég viðurkennt, að gott hefði verið að veita hærri upphæð til Rauða kross Íslands, en áætlað er. Hv. 2. þm. N-M, ætti að koma með skemmtilegri sögu en grautarsuðusögu Jóns, er hann ræðir næst fjárlagafrv.

Út af ræðu hv. 2. landsk. þm. vil ég benda á, að ég tók það fram við 2. umr. málsins. að mér félli þyngst að vísa frá brtt. um fjárveitingu til sóttvarnahúss. Það fæst yfirleitt bezt fyrir þær kr., sem til þess yrði varið, en þau verkefni eru svo stór, að ógerlegt er að leysa þau á einu ári. Vilji nú hv. 2. landsk. þm. beita sér fyrir því, að flokkur hennar komi nú einhverju til gagns með till. sínum og til meira gagns en till. þær. sem flokksbróðir 2. landsk. þm. berst harðvítuglega fyrir, svo sem fyrirhleðslu uppi á fjöllum, með till. um sóttvarnarhús og koma vitinu fyrir flokksbræður sina, þá gæti hún unnið mikið gagn, en með þessum till. eru þm. að hlaupa úr einu og í annað, og svo á að koma öllu í gang á einu ári. Ég er nú hræddur um, að hér sé meira um auglýsingarstarf að ræða en vilja.

Hv. 2. þm. Reykv. hélt langa ræðu hér í dag, og sé ég ekki ástæðu til að fara að rekja hana hér. En ég vil benda á, að það hafa verið skiptar skoðanir, hvort dreifa skuli fénu til vegagerða úti um landið eða setja það í fátt í einu og fullklára þá vegi, sem veitt yrði til. Um þetta hafa verið og eru sterk átök hér í þinginu, og hvort væri nú skynsamlegra að gera ákveðnar hafnir eða dreifa fénu til hafnargerða. Hvar værum við nú staddir, ef ætti að fara að byrja á Reykjavíkurhöfn? Verkefni Reykjavíkurhafnar hafa aukizt gífurlega, og hefur aldrei verið meiri þörf fyrir hafnarbætur þar en einmitt nú. Um hafnir annars staðar á landinu gildir það sama, og ef ekki væri verið að koma upp þessum bryggjustúfum, sem gera afar mikið gagn, þá væri ábyggilega langt að biða þess, að yrði úr framkvæmdum með byggingu fullkominna hafna á hinum ýmsu stöðum. Og sama gildir vitaskuld hér um vegamálin. Þegar lokið er við að gera brýr, sem ætlaðar eru fyrir tveggja tonna bíla, þá kemur krafan um að byggja þær fyrir 4 tonn, 6 tonn, 8 tonn og allt upp í styrkleika, sem þyldi 12 tonna þunga vagna. Ölfusárbrú var byggð fyrir létta bíla, en er nú þungabrú. Nú er farið fram á að byggja brú yfir Þjórsá, sem þyldi þyngri farartæki en sú brú, sem nú er notuð. Ég vil því segja það og fullyrða það, að ef dreifbýlið á að bíða eftir þvílíkum framkvæmdum, þá fæst þar ekkert gert.

Þá kom hv. þm. inn á eignakönnunina og innkaupastofnun ríkisins. Í sambandi við innkaupastofnunina þá skil ég nú ekki, hvar þessar miklu tekjur felast. því að 1. gr. frv. felur í sér 2 millj. kr. útgjöld fyrir ríkissjóð. Um eignakönnunina ætla ég ekkert að ræða, en hv. 2. þm. Reykv. var á annarri skoðun um tekjuöflun, en flokksbróðir hans, og hann hefur líka setið lengur á Alþ. en flokksbróðir hans, hv. 8. landsk., og ég vona nú, að hv. 8. landsk. læri af honum.

Hvað viðvíkur því, sem hv. 2. þm. Reykv. og hv. þm. Snæf. spurðu um, hvort ekki mætti taka upphæð inn á heimildagreinina. sbr. frv. um vatnsveitur, þá bendi ég þeim á 23. gr. fjárl., ef lögin um vatnsveitur ná staðfestingu og hafa útgjöld eða tekjur í för með sér. Það er eins gott fyrirkomulag.

Um önnur frv. er það að segja, t.d. skipaeftirlitið og frv. um matsveinaskóla, sem kosta mun ríkissjóð 500–600 þús. kr., nái það samþykki, að Ed. hefur tvívegis sent það frv. frá sér, og tek ég það sem dæmi um flutning frv. í Alþ., sem kosta munu stórar fjárfúlgur.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að svara meira sem stendur, nema sérstakt tilefni komi til.