06.05.1947
Neðri deild: 122. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Einar Olgeirsson:

Þm. hafa yfirleitt ekki tekið svo mikinn þátt í umr. um þetta mál eða till. mínar til breytinga, að nokkuð sé á móti því, að „dokumenterað“ sé. hvaða afstöðu hver og einn þeirra hefur til þessara till.

Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því, að hann hefur vald til að láta umr. ganga fram á nótt, þannig að meginið af þm. hlýði hvorki á umr. né taki þátt í þeim. Forseti hefur notað þetta vald í þessu máli. Ég hef aftur á móti þetta vald, að óska eftir nafnakalli, og ég býst ekki við, að hæstv. forseti neiti mér um það.

Brtt. 725,4.b felld með 21:5 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: KTh, LJós, SigfS, SG, EOl.

nei: JS, JörB, PÞ, PO, SEH, SkG, StJSt, StgrSt, ÁÁ, BÁ, EmJ, EystJ, GÞ, GSv, GTh, GÞG, HÁ, HB, HelgJ, IngJ, BG.

JPálm greiddi ekki atkv.

8 þm. (JóhH, JJ, ÓTh, SB, SK, ÁkJ, FJ, HermG) fjarstaddir.

1 þm. gerði svo hljóðandi grein fyrir atkv. sínu: