13.05.1947
Neðri deild: 127. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 894 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Ingólfur Jónsson:

Með því að hér í 12. gr. frv., sem ég geri ráð fyrir, að verði samþ., er það tekið fram (orðrétt), að það sé m.a. hlutverk fjárhagsráðs, að „reynt verði, eftir því sem frekast er unnt, að láta þá sitja fyrir innflutningsleyfum, sem bezt og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu“, og ef þetta verður samþ., sé ég ekki, að ástæða sé samhliða því að samþykkja brtt. á þskj. 824, og ég segi því nei.