21.05.1947
Efri deild: 140. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Þótt nokkur ákvæði séu í þessum l., sem ég felli mig ekki við, þá skal ég ekki gera þau að umtalsefni nú. Ég vil aðeins flytja brtt. við eitt ákvæði. Það er við 22. gr. og er varðandi þau mál, sem risið hafa út af brotum á gjaldeyrisl. og reglum, sem viðskiptaráð hefur sett. Þessi brot hafa sætt mjög mildum dómi hjá dómstólunum, svo mildum, að oft hefur það borgað sig að brjóta þessi l. Ég hef þess vegna tekið upp brtt.. sem hv. 4. þm. Reykv. flutti í Nd., þar sem sektarákv. eru þyngd viðvíkjandi brotum á þessum l., svo að minnsta kosti sé útilokað, að menn hagnist á því að brjóta þau. En þannig er þessu varið, eins og l. eru nú, og eins er í frv. því, sem hér liggur fyrir, þótt sektarákvæði séu nokkuð þyngd þar. Ég mun ekki koma með fleiri brtt., þótt mér líki ekki fleiri ákvæði frv., eins og ég gat um í upphafi.