17.03.1947
Efri deild: 95. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 947 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

27. mál, eftirlit með skipum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil fyrst, áður en ég fer út í umr. um málið, vekja athygli á því, sem hv. frsm. sagði um, hversu lengi þetta mál hefði legið fyrir sjútvn., og tók hann þar til samanburðar umkvörtun, sem ég hafði gert varðandi annað mál. Þetta mál hefur að vísu verið í meðförum n. síðan 20. okt. En samanburðurinn milli þessara mála er ekki sambærilegur, þar sem annað málið er 3 gr. og þar af ein gr. um, að l. skuli öðlast gildi, en þetta mál er 75 gr. N. hefði því mátt halda málinu lengur, ef hún hefði miðað tímann við stærð málsins. Frsm. hefði því getað sparað sér þessa hnútu. Þetta mál hefur verið tekið fyrir í n. á 16 fundum og rætt ýtarlega. Það hefur verið svona lengi í meðförum hjá n. af því. að ekkert mál hefur fengið eins nákvæma meðferð og þetta, og er það skiljanlegt. Málið er annars vegar mjög viðkvæmt og ákaflega nauðsynlegt. að svo sé frá því gengið, að það hafi ekki aðeins samúð eins, heldur allra þeirra aðila, sem við það eiga að búa. Aðeins með því móti næst árangur með l., og vil ég í því sambandi vísa til bannlaganna. Ég vil brýna það fyrir öllum, að ég lagði fram brtt. í n. og sýndi með því samstarfsvilja minn. Ég afhenti þær frsm., án þess að ætlast til nokkurs annars en að ná samkomulagi. Þótti mér því ummæli hv. frsm. koma úr hörðustu átt. Hins vegar vil ég geta þess, að það er óþarfi fyrir frsm. að skírskota til þess, að það mætti engu breyta í þessu máli vegna þess, að þá væri hætta á, að það næði ekki fram að ganga. Honum er eins kunnugt um það og mér, að framgangur þessa máls er tryggður. Brtt. höfum við borið fram til þess að reyna, að fá lagfærða þá agnúa. sem okkur finnst. að séu á frv. og gætu orðið til að skapa andúð á málinu, þegar það væri orðið að l. Og hv. frsm. er kunnugt um, að því var slegið föstu í n., að ef einhver brtt. kæmi fram, sem ekki allir nm. væru sammála um, þá yrði hún ekki tekin upp. Það er rangt hjá hv. frsm., er hann sagði, að meiri hl. hefði ekki getað fallizt á fleiri brtt. Sannleikurinn er sá, að margir gátu fallizt á mínar brtt., en öll n. gat ekki fallizt á, að þannig væri frá málinu gengið. Ég hygg, að hv. frsm. muni fylgja sumum af mínum brtt., sem ekki fékkst samkomulag um við aðra aðila í n. Það hefði verið eðlilegast, að ég hefði klofið n. og séð, hvaða menn fylgdu mínum brtt. En vegna þess, að ég vildi fá samkomulag í n., fór ég ekki þá leið. Ég veit ekki betur en meiri hl. n. fylgi þessum brtt., þótt ég sé einn um að bera þær fram. Hv. 1. þm. Reykv. mun vera samþykkur þeim, þótt hann sæi ekki ástæðu til að hafa nafn sitt undir þeim. Og ég hygg, að hv. 6. landsk. sé sömuleiðis fylgjandi mínum till. Ég mundi því hafa fengið fylgi meiri hl. n. með sumum þessara till., hefði n. verið klofin. Og þá hefði verið hægt að gefa út sérstakt nál. sem rök fyrir þessum till. Hefði þá ekki verið hætta á, að stólarnir hér væru tómir, þegar málið væri rætt, eins og oft vill verða, og er það hart með mál sem þetta, þar sem það er með stærstu málum, sem fyrir þinginu liggja. En þótt allar mínar brtt. verði felldar. þá hika ég ekki við að fylgja frv. Ég hygg, að sumar mínar till. skapi einmitt miklu meira öryggi, ef þær verða samþ., heldur en eins og frv. er nú. Og finnst mér það hart, að einmitt sjálfur frsm., sem vakir yfir því að gera öryggið sem mest, skuli ekki sjá sér fært að fylgja þeim till., sem skapa meira og betra öryggi.

Ég mun nú beint snúa mér að brtt. mínum á þskj. 502. Fyrst er það breyt. við 2. gr. Á eftir gr. komi ný gr., er verði 3. gr. og orðist sem þar segir. Ég vil í sambandi við þessa gr. taka fram, að á þinginu í fyrra var málið lagt fram af ríkisstj. sem 169. mál. þskj. 418. Var þá 4. gr. felld niður af Nd. Í bréfi frá skipaskoðunarstjóra dags. 22. nóv. 1946 segir hann, að hann óski eftir, að þetta verði aftur tekið upp í frv. Þar segir, með leyfi hæstv. forseta: „Nd. breytti nokkrum atriðum, felldi niður 3. og 4. gr. og breytti öðrum atriðum í því. Enda þótt þær breytingar, sem Nd. gerði á frv., séu ekki mikil skerðing á tilgangi 1.. þar sem hin væntanlega reglugerð fyllir upp það, sem á vantar. þá hefði ég samt talið æskilegt, að 4. gr. að efni til fyrirfyndist í l. M.a. af þessum ástæðum hef ég lagt til, að þessi gr. yrði tekin upp aftur í frv. Hins vegar vildi ég ekki, að 3. gr. yrði tekin upp í frv., vegna þess að nokkur ágreiningur var innan n. um, hvort yfirleitt það fyrirmæli gæti staðizt gagnvart öðrum þjóðum. En ég legg til. að þessi gr. verði samþ.

Þá er brtt. mín við 7. gr., um, að 2. málsl. 5. málsgr. falli niður. Þessi málsgr. er þannig, að við samningu reglugerðarinnar skal leita álits Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Alþýðusambands Íslands og Fiskifélags Íslands. Mér hefur fundizt þessi stéttarsjónarmið svo rík í sambandi við þetta mál, að þeirra hefði gætt meira en aðalkjarnans, öryggis fyrir sjálfar siglingarnar. Mér virtist, að hv. 6. landsk. vildi ekki fylgja þessu frv. af því, að það á að fella niður Alþýðusambandið, og tel ég ekki neitt brot, þótt slíkt verði látið falla niður úr frv. Um þetta segir skipaskoðunarstjóri:

„Enn fremur er viðbótin. sem sett er við síðustu málsgr. 7. gr., mjög óviðfelldin, þar sem þeim ráðherra eða ráðuneyti, sem fer með þessi mál, er ekki treyst til að semja reglugerð um verksvið skipaskoðunarstjóra, heldur þurfi ráðherra að spyrja Farmanna- og fiskimannasambandið, Alþýðusambandið og Fiskifélag Íslands, hvort hann megi nú hafa þetta svona eða svona.“

Ég er alveg sammála skipaskoðunarstjóra um þetta. Ég tel, að það sé allt of mikið komið af því, að hin og önnur sambönd, hvort sem það nú er Alþýðusambandið eða önnur, eigi að ráða öllu og það svo, að ráðherra megi ekki gefa út reglugerð nema að byrja á að spyrja þessi sambönd. Hins vegar má segja. að það geri ekkert til, en óviðfelldið er það.

Þá er það um 9. gr., sem deila stendur milli mín og frsm. í þessu máli. Þar hef ég lagt til, að í staðinn fyrir 5 eftirlitssvæði komi 4 eftirlitssvæði, og í b-lið, að á eftir orðinu „Breiðafjarðareyjar“ komi: og Vestmannaeyjar, — en undir c-lið, að tölul. 5 falli niður, sem er afleiðing af því, ef b-liður verður samþykktur. Þetta frv. er þannig uppbyggt frá hendi mþn., að hugsað er að skipta landinu í eftirlitssvæði. þannig:

1. eftirlitssvæði:

Frá Hjörleifshöfða að Skor á Barðaströnd. Allar Breiðafjarðareyjar meðtaldar.

2. eftirlitssvæði:

Frá Skor í Hrútafjarðarbotn.

3. eftirlitssvæði:

Frá Hrútafjarðarbotni að Gunnólfsvíkurfjalli.

4. eftirlitssvæði:

Frá Gunnólfsvíkurfjalli að Hjörleifshöfða.

5. eftirlitssvæði:

Vestmannaeyjar.

Það er hugsað, að einn eftirlitsmaður sé á hverju þessu svæði, sem eiginlega sé yfir skoðunarmönnunum. Það er ekki hugsað þannig, að þessi eftirlitsmaður eigi að hafa vit á málunum. Um þetta stendur deilan milli mín og frsm. Ég vil færa þetta í það horf, að í stað eftirlitsmanns komi eftirlitsmenn. Menn, sem hafa meira vit á málunum en mennirnir. sem þeir eiga að líta eftir, og tel ég það til meira öryggis. Ég lít svo á, að fallist frsm. ekki á það, sé ekki verið að tryggja öryggið. Það sé verið að tryggja eitthvað annað, því að það er ekki hægt að koma því í samband við nokkra heilbrigða hugsun, að það sé minna öryggi, að maðurinn hafi vit á málunum.

Ég hef ekki talið það þörf að hafa Vestmannaeyjar sérstakt eftirlitssvæði, og hef því lagt til, að þetta svæði verði lagt undir Reykjavíkursvæðið.

4. brtt. er við 10. gr. Ég legg til, að gr. orðist eins og þar stendur, að skipaskoðunarstjóri skipi yfirskoðunarmann á hvert eftirlitssvæði. Ætlazt er til, að í stað eftirlitsmanna komi yfirskoðunarmenn, sem hafi fullkomið vit á þessum málum, en að ekki séu hafðir við þessa skoðun menn, sem ekkert vit hafa á málunum og skoðunarmenn geta rekið á stampinn um þau atriði, sem rætt er um í þessum málum. Annist hann framkvæmd skipaeftirlitsins undir stjórn skipaskoðunarstjóra, og á hann að geta annazt allt eftirlit á sínu svæði, sem þarf á hverjum stað. Tel ég, að þessi maður eigi að ferðast um. upplýsa skoðunarmennina, flytja fyrir þeim erindi og koma á skipulagi meira en sá getur gert, sem ekkert kann til þessa og hefur ekki þekkingu á málunum. Ég hef lagt til, að fulltrúar skipaðir samkv. 8. gr. annist framkvæmdir eftirlitsins á 1. eftirlitssvæði.

Það er í samræmi við það, sem ég talaði um í sambandi við 9. gr., að ég tel, að með því að skapa yfirskoðunarmanni á þessu svæði nægilegt starfssvið, sé hægt að skapa meira öryggi en á þann hátt, sem ákveðið er í frv. Þá hef ég lagt til að yfirskoðunarmenn skuli fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til opinberra sýslunarmanna, vera svo heilir og hraustir, að þeir megi rækja starfann, og hafa nægilega reynslu og þekkingu á siglingum, skipum og vélum til þess að vera yfirskoðunarmenn að dómi skipaskoðunarstjóra. Til þess að vera eftirlitsmenn með skipum segir að vísu samkv. frv., að menn skuli vera svo heilir og hraustir, að þeir geti rækt starfann, en ekki, að þeir hafi þá þekkingu, sem nauðsynleg er fyrir öryggi skipa. Um þetta hafa átökin verið og ekkert annað, og hvorki ég né sumir meðnm. mínir höfum getað fallizt á þau rök, sem frsm. hefur haft í þessu máli, og vil ég segja, að þetta hefði verið nægilegt til þess að kljúfa n., þó að það hafi ekki verið gert.

Við 12. gr. eru eingöngu leiðréttingar, og verða þær brtt. teknar aftur. ef brtt. við 9. gr. verða ekki samþ. Sama er um b-lið, um, að V. liður falli niður. Það er einnig afleiðing af því, sem á undan er komið.

6. brtt. er við 13. gr., að í stað 1. og 2. máls. 1. mgr. komi einn málsl., er orðist svo: „Skipaskoðunarstjóri skipar skoðunarmenn yfirskoðunarmönnum til aðstoðar, eftir því sem þörf er á.“ Þetta er einnig afleiðing af þeim breyt., sem ég hef gert ráð fyrir á frv. Ég tel, að skipaskoðunarstjóri eigi að skipa skoðunarmenn. Það er einnig ætlazt til þess í frv. eins og það nú er, en þó á hann að gera það að fengnum till. eftirlitsmanns, sem ekki hefur þekkingu á þessu. og að fengnum till. sjómannasamtakanna á hverjum stað, og kemur þar aftur fram þetta ótvíræða stéttarsjónarmið. Ég hef ekkert á móti því, en vil benda á, að fleiri eiga hagsmuna að gæta en sjómennirnir einir. Það mætti kannske alveg eins segja, að þeir ættu að fara eftir till. vátryggingarfélaganna eða útgerðarmanna.

Þá hef ég lagt til, að í stað orðsins „eftirlitsmaður“ í 2. mgr. komi skipaskoðunarstjóri, sem er leiðrétting, ef till. mín verður samþ., og er 7. brtt. sama eðlis.

8. brtt. er við 16. gr. Þar hef ég lagt til. að 2. málsl. 7. mgr. orðist svo:

„Hafi það eigi verið gert, ber honum tafarlaust að skýra skipaskoðunarstjóra frá, og ákveður hann þá, hvort frestur skuli framlengdur eða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til þess að stöðva skipið, sé það í förum.“

Mér finnst þetta eðlileg afleiðing af því, að ef ekki er bætt úr, sé það skipaskoðunarstjóri, sem ákveður, hvort stöðva skuli skipið eða það skuli halda áfram. Ég skal nefna ákveðið dæmi. Það er venja, að ef skip verður fyrir tjóni og skipið er skoðað af skipaskoðunarstjóra. að tjónið skuli bætt innan ákveðins tíma. Ef áætlað er, að tjónið aukist ekki, er það venja að gefa tækifæri til þess að geyma slíka viðgerð. Þetta er því aðeins, að áætlað sé, að tjónið aukist ekki, en annars er skipinu aldrei sleppt út. Nú er það svo skv. frv., að eftirlitsmaður getur ákveðið, hvort frestur skuli framlengdur eða hvort útgerðarmaður eða skipstjóri skuli sóttir til saka. Ég tel ekki, að þessi gr. skapi mikla samúð með l., en því legg ég mikið upp úr. Ef hægt er að ná því sama með því að orða gr. þannig, að hún sé ekki hnefahögg framan í viðkomandi aðila, tel ég nauðsynlegt, að það sé gert, til þess að menn fáist til að sýna málinu samáð. Eins og ég legg til, að gr. sé orðuð, skapar hún fullt öryggi. Skipi er ekki leyft að fara, nema það sé skoðað. Það er veittur frestur, ef ekki er hætta á ferðum, en sé hætta á ferðum, skal skipið stöðvað. Það er ekki nema eðlileg afleiðing af því, að sé skipið ekki haffært, þá skuli það stöðvað. En það bætir ekki úr með skipið, þótt farið sé að höfða málaferli, sem geta staðið vikum og mánuðum saman. Ég vænti, að þessi till. verði samþykkt.

Þá hef ég lagt til, að 8. mgr. 16. gr. falli niður. Ef fresturinn er útrunninn og skipið verður ekki skoðað, kemur það af sjálfu sér, að gerðar verða nauðsynlegar ráðstafanir, hvar sem skipið kemur í höfn, og þar af leiðandi er gr. óþörf. Það er einnig ósamræmi, að eftirlitsmaður skuli gera ákvarðanir í einu tilfellinu, en skipaskoðunarmaður í öðru.

9. brtt. mín er við 23. gr., um, að stafliður c falli niður. Um þetta atriði hefur alveg sérstaklega orðið töluverð deila og mest út af því, að nm. hafa ekki skilið, hvað væri aðalskoðun og hvað klassaskoðun, og sjálfur skipaskoðunarstjóri og formaður mþn. hafa ekki getað komið sér saman um, hvað væri aðalskoðun og hvað klassaskoðun. Form. mþn. telur aðalskoðun og klassaskoðun vera sitt hvað, en hins vegar fullyrðir skipaskoðunarstjóri sjálfur, að aðalskoðun og klassaskoðun sé það sama. 24. gr. staðfestir þetta einnig, því að þar er tekið fram, hvað skuli skoða við aðalskoðun, og þeir, sem þekkja inn í þessi mál, vita, að þetta eru nákvæmlega sömu atriðin og eru skoðuð við klassaskoðun. Þess vegna hef ég lagt til, að c-liðurinn falli niður, en þar segir svo: „Á öllum farþegaskipum, öllum stálskipum eldri en 12 ára og tréskipum eldri en 16 ára einu sinni á ári.“ Það er sama sem að hvert af þessum skipum verður að leggja undir aðalskoðun, sem önnur flokkunarfélög, eins og landslög heimta. gera fjórða hvert ár. Þetta tel ég, að sé ekki rétt, og tel veilu að hafa það í l., því að það er alltaf reynslan, að menn skjóta sér undan slíku. Það sé sterkara að ákveða. hvenær aðalskoðun eigi fram að fara. Ef þetta ákvæði verður svona, endar það með því, að engin skip verða skoðuð annað hvert ár, ef þau eru ekki í flokkunarfélagi. Ég vil því vænta þess, að þessi till. verði samþ. Ég vil geta þess, að síðan n. hætti störfum, mun hafa verið rætt, hvaða skilningur skyldi lagður í aðalskoðun og klassaskoðun. Það getur því verið, að ég taki þessa till. aftur til 3. umr., sé von á endurbótum. en verði það ekki, mun ég óska þess, að hún komi til atkv.

10. brtt. mín. við 25. gr., er aðeins leiðréttingar, sem koma til greina, ef 9. brtt. mín verður samþ. — 11. brtt. við 26. gr. er einnig afleiðing af því. ef brtt. verður samþ., og sé ég ekki ástæðu til að ræða um það.

12. brtt. stendur í beinu sambandi við það. sem ég hef lýst. 27. gr. tekur upp, hvað eigi að framkvæma við aukaskoðun, en þar er bætt inn í, að þeir skoði skrúfuöxla, svo að enginn ágreiningur verði um það atriði.

13. brtt. er við 28. gr. Þar hef ég lagt til, að við b-lið gr. bætist: „nema kæran hafi reynzt ástæðulaus og bakað útgerðarmanni tjón. Skal þá eftirlitið gefa upp þann aðila, sem kært hefur, nema það óski heldur að greiða bæturnar.“ En b-liður gr. kvað svo á: „Þegar eigandi skips, útgerðarmaður, skipstjóri, meiri hluti skipshafnar, vélstjóri eða stjórn stéttarfélags eða félag sjómanna á staðnum krefst skoðunar. Krafa skal send eftirlitsmanni og vera skrifleg og rökstudd. Trúnaðarmenn eftirlitsins eru bundnir þagnarheiti um, hver kært hefur.“ Ég vil, að þeir séu leystir frá þessu þagnarheiti, ef kæran hefur reynzt ástæðulaus og bakað útgerðarmanni tjón. því að það er vitanlegt, að ef þetta er ekki sett inn í, verður lítið gagn að skaðabótakröfu og hún kemur engum að gagni. Sé kært að ástæðulausu, er ekki hægt að halda þessu leyndu, þá verða menn að gefa þetta upp, nema ríkið vilji taka á sig að mæta þessu fyrir þann aðila, sem hér á hlut að máli. Frsm. hefur mælt á móti þessu og talið, að það yrði til þess, að menn þyrðu ekki að koma fram með kröfur. Ég sé ekki, hvernig menn ættu ekki að þora að koma fram með réttmætar kröfur eftir sem áður. Ég vænti því, að einnig þessi gr. verði samþykkt.

14. brtt. mín er við 37. gr. D. a. Við 1. mgr. bætist: „enda séu þau eigi eldri en 12 ára.“ Ég vil. að það sé strax ákveðið, að ekki megi flytja inn í landið skip, sem séu eldri en 12 ára gömul, og síðan, að ef alveg sérstaklega stendur á, megi þó veita undanþágu, ef skipaskoðunarstjóri mælir með því og telur að fengnum upplýsingum, að skipið sé nægilega traust. Legg ég því sérstaklega til, að 2. og 4. mgr. falli niður. En það er þannig, að setja verður reglur um skoðun skipa, sem keypt eru frá útlöndum. Ég vil segja það, að ef þetta frv. nær samþykki með 37. gr. óbreyttri, þá tel ég, að það sé engan veginn hægt að kaupa gömul skip frá útlöndum og þá sé miklu hreinlegra að setja inn í gr., að það megi engin skip kaupa gömul. Það er ekki hægt að ætlast til, að hægt sé að framkvæma þann undirbúning. sem ætlazt er til hér. Hins vegar er ekkert athugavert við að taka þær hreinu línur strax að kaupa ekki gömul skip frá útlöndum. Ég er ekkert á móti því. En sá tvískinnungsháttur, sem hér er hafður á. er ekki viðunandi, þegar fyrst á að útnefna skoðunarmenn, og síðan er ekkert gert með það, sem þeir segja. Það fyrirkomulag, sem frv. gerir ráð fyrir, er alveg óviðunandi og ég vil segja óframkvæmanlegt. Annars vildi ég benda á, að t.d. gufuskipið Edda var keypt frá útlöndum meir en 12 ára gamalt, og líklega hefði mörgum brugðið, sem notið hefur þjónustu þess, ef það hefði ekki verið, en það er nú eitt af traustustu skipum Eimskipafélags Íslands. En sem sagt, þá hef ég ekkert á móti því, að sú stefna verði upp tekin að kaupa ekki gömul skip frá útlöndum.

Við 38. gr. hef ég lagt til, að 2. málsgr. falli niður, og er það aðeins afleiðing af því, sem ég hef áður lýst, og það sama er með b-liðinn.

Þá eru breyt. við 51. gr., og er það langveigamesta atriðið að sameina véla- og verksmiðjueftirlitið skipaeftirlitinu, en n. hefur enn ekki viljað taka efnislega afstöðu til þessa. Þegar l. um eftirlit með vélum og verkstæðum voru sett, var stjórn þeirra mála falin manni með tekníska kunnáttu. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur skoðunarmaður hafi verið ráðinn nema með tæknilegri þekkingu. Ef eftirlitið verður sameinað, þá nýtur það miklu betri starfskrafta. Nú eru lögreglustjórar látnir innheimta skoðunargjöldin, og líða vikur. mánuðir og jafnvel ár án þess að nokkur skoðunarmaður láti sjá sig á sumum stöðum, en alltaf koma samt kröfur um greiðslu skoðanagjaldanna. Lögin, sem nú gilda í þessum efnum, eru ef til vill ekki svo slæm í sjálfu sér, en framkvæmdin hefur verið óþolandi. Þeim manni, sem á að hafa yfirstjórn þessara mála með hendi, hefur verið falið að gegna ýmsum öðrum mikilvægum störfum í þágu hins opinbera og einstaklinga. Það er því ástæða til gerbreytingar á þessu sviði, og því legg ég til að fella véla- og verksmiðjueftirlitið undir skipaeftirlitið. Maður, sem hefur þekkingu til að dæma um vél í skipi, getur alveg eins dæmt um sams konar vél, þótt hún sé í verksmiðju uppi á landi. Og ef maður hefur þekkingu á að dæma um aðbúnað í vinnustöðvum á landi, þá getur hann alveg eins dæmt um aðbúnað á skipum, og svona mætti lengi telja. Ég þykist mæla hér af nokkurri reynslu, því að ég hugsa, að fáir hafi betur kynnzt þessum málum en ég hef gert undanfarin 25 ár. Og hingað til hefur enginn maður verið kvaddur til að skoða vélar og hafa eftirlit með þeim, sem ekki alveg eins hefur getað haft á hendi skoðun og eftirlit skipa. — Kostnaðarhlið þessara mála er mér aukaatriði. Aðalatriðið er, að eftirlitið verði sem bezt og komist allt undir eina stjórn. En það háðungarfyrirkomulag, sem undanfarið hefur verið. má ekki haldast, þar sem yfirmaður þessara mála hefur tekið að sér allt önnur störf.

Í 17. brtt., sem er við 52. gr., eru ákvæði um skoðanagjöld. Í frv. er lagt til að lögbinda gjöldin, en ég tel, að þetta eigi að vera reglugerðaratriði og allt of þunglamalegt að setja það í lögin. Annað atriðið er svo það að miða gjöldin við það, að stofnunin beri sig. Annars get ég vel fallið frá því atriði, því að kostnaðarhliðin er mér ekki aðalatriðið, heldur öryggið. En ég legg áherzlu á, að gjöldin séu ákveðin með reglugerð. Ég tel, að rétt sé að upplýsa, að það er algild regla t.d. hjá Lloyds, að gjöldin beri uppi kostnað við skoðunina. Það er ekkert atriði fyrir útgerð að greiða hæfileg gjöld fyrir leiðbeiningar og öryggi. Þess vegna hygg ég, að útgerðarmenn mundu ekki kvarta yfir hækkun á skoðanagjöldum gegn því að fá aukið öryggi.

Þá hef ég lagt til í 18. brtt. minni, að gjöld skv. 52. gr. greiði eigendur skipa eða iðjuvers, eftir því, sem við á, og renni þau í ríkissjóð, sbr. þó 55. gr. Gjöldin skulu innheimt af skoðunarmönnum og greiðast gegn afhendingu skírteina. Meginbreyt. felst í því, að ég legg til, að gjöldin séu innheimt af skoðunarmönnum. Það er byggt á reynslu undanfarandi ára, þar sem það hefur sýnt sig, að skoðun getur hæglega fallið niður, þegar aðrir en skoðunarmenn innheimta gjöldin. — Þá er ákveðið, að skip geti ekki lagt úr höfn, nema skírteini sé fyrir höndum. Skoðunarmönnum er ætlaður ákveðinn hluti gjaldanna, en hinir föstu yfirskoðunarmenn séu launaðir af ríkinu. Það er eins og nú tíðkast með matsmenn og hefur gefizt vel.

21. brtt. er um, að 70. gr. falli niður. Ég hygg, að þar sé um að ræða nokkurt nýmæli í lögum, og gæti það valdið óþægindum. — 22. og 23. brtt. eru um, hvaða lög skuli falla úr gildi. — 24. brtt. gerir ráð fyrir nýrri gr. um að núverandi starfsmönnum véla- og verksmiðjueftirlitsins sé gefinn kostur á að starfa við skipaeftirlitið. — 25. og 26. brtt. eru svo um greina- og kaflatölu og fyrirsögn frumvarpsins.

Að lokum vænti ég þess, að brtt. mínar verði samþ., því að þær miða allar að því að skapa meira öryggi en hingað til hefur átt sér stað í þessum málum í heild.