19.03.1947
Efri deild: 97. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (885)

27. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti. Ég vil taka það fram vegna ummæla hv. 3. landsk., að það liggur skýrt fyrir. að n. hefur fallizt á brtt. á þskj. 501. Það eru þær einu brtt., sem n. öll er sammála um. Hinar till. voru þess eðlis, að eftir að þær höfðu verið ræddar, kom í ljós, af 3 af 5 nm. vildu ekki styðja þær. Ég hef sagt, að sumar brtt. hv. þm. Barð. mundu ekki skaða heildarsamræmi frv., en sumir nm. voru á móti að fylgja þeim, og vil ég því ekki styðja þær, sem aðrir nm. eru andvígir, sem annars mundu styðja málið í heild. Ég hef látið það í ljós, að ég tel þær ekki skaða heildarefni frv., en ef farið verður inn á breyt., óttast ég, að togstreita hefjist milli sjútvn. Ed. og Nd. — Hvað viðvíkur nefndarstarfinu, þá þykir það kostur, að nm. geti komið fram með sameiginlegt álit, þótt síðar vilji þeir bera fram sérstök sjónarmið, og því ber ekki að neita, að ég met það við hv. þm. Barð., að hann hefur skrifað undir nál., þótt hann kæmi fram með brtt. Hann hefur lýst yfir því, að þó að brtt. hans falli, muni hann ekki slíta stuðningi við málið.