19.03.1947
Efri deild: 97. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

27. mál, eftirlit með skipum

Steingrímur Aðalsteinsson:

Herra forseti. Ég hafði nú ekki ætlað mér að blanda mér inn í þessar umr., en ég vil að gefnu tilefni gera nokkra grein fyrir afstöðu minni til brtt. á þskj. 502. Hv. 3. landsk. hefur óskað umsagnar fleiri nm. um álit sitt á till. en deilt hafa hér, og þó sérstaklega vegna ummæla hv. þm. um, að 3 af 5 nm. hefðu ekki viljað mæla með till. Ég held, að það sé nú misskilningur hjá frsm., og í sjútvn. lét ég í ljós, að ég mundi fylgja einstökum till. n. og þó sérstaklega breyt. varðandi eitt atriði, sem ég mun greiða atkv. með, þótt ég hafi ekki séð mér fært að gerast meðflm., en þessi brtt. varðar eftirlitssvæðin. Samkv. frv. er gert ráð fyrir. að eftirlitssvæðin verði 5, en form. leggur til, að þau verði höfð 4. Þetta skiptir nú ekki svo miklu máli og sjálf skoðunarsvæðin eru ekki rýrð og í brtt. er gert ráð fyrir, að sérfræðingar hafnarstjórnarinnar hafi eftirlitið með höndum á suðvesturlandi, og gæti þá einn af 4 skoðunarmönnunum búið í Vestmannaeyjum og haft þannig eftirlit með fimmta svæðinu, sem gert er ráð fyrir í frv. Hins vegar er brtt. á þskj. 502 betri að því leyti, að þá mundu strangari kröfur verða gerðar til eftirlitsmannanna en lagt er til í frv. Ég mun þess vegna greiða atkv. með 3. brtt. og þeim till., sem ófrávíkjanlegt er, að verði að samþykkja. nái hún samþykki. þ. e. að afleiðingum af því breyt. vi3 4. gr., brtt. við 10. gr. frv. og sömuleiðis fimmtu brtt. a- og b-lið, ef hún verður samþykkt. Þessar brtt. binda hverjar aðra og ber því að samþykkja aðrar brtt. Ef hins vegar brtt. verða ekki samþ. verður að taka hinar till. aftur.

Að öðru leyti má segja. að það meginatriði. sem deilt er um, sé varðandi skoðun skipanna. hve oft skuli framkvæma aðalskoðun eða klössun, en samkv. frv. á að skoða vissar tegundir skipa árlega. þ. e. farþegaskip, tréskip yfir 12 ára og stálskip yfir 16 ára. Ágreiningur hefur risið um aðalskoðun eða klassaskoðun, en form. n. telur ástæðulaust að klassaskoða skip árlega, þar sem 4 ára millibil megi teljast öruggt á skoðunartíma. En skipaskoðunarstjóri gat ekki fallizt á þessa brtt., og mun ég ekki greiða atkv. með þeirri brtt., sem þetta varðar.

Hins vegar hvað það varðar, hvort sameina skuli vélaeftirlitið og skipaeftirlitið, mun ég ekki geta fallizt á að svo komnu máli, því að ég tel, að það þurfi nánari athugana við, og þar sem nú liggur fyrir Alþ. þáltill. um að endurskoða þessi mál, þá er rétt, að sjútvn. taki það mál til rækilegrar athugunar, hvort sameina skuli þessar stofnanir. Ég mun því ekki geta fylgt því nú, þótt ég kynni að geta fylgt því síðar, eftir að þessi mál hafa verið endurskoðuð, ef það leiðir í ljós, að hagkvæmt mundi vera að sameina þessar tvær stofnanir. Ég mun því greiða atkv. brtt. hv. þm. Barð. og 3. brtt. á þskj. 502 og síðan þeim, er leiða af sér, að samþykkja skal af afleiðingum samþykkta þeirra brtt.