11.12.1946
Neðri deild: 35. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (929)

35. mál, matsveina- og veitingaþjónaskóli

Frsm. (Lúðvík Jósefsson):

Sjútvn. hefur haft frv. þetta til athugunar og sent það til umsagnar fjögurra aðila, eins og nál. á þskj. 186 ber með sér. Umsagnir bárust frá tveimur. skólastj. stýrimannaskólans og Matsveina- og veitingaþjónafélagi Íslands. Í umsögn félagsins er lagt til að allverulegar breyt. verði gerðar á frv., er miða einkum í þá átt að skipta þeirri kennslu, sem ráðgerð er, í tvo aðalþætti. milli matsveina á gistihúsum og matsveina á skipaflotanum. Till. félagsins miða því í rauninni að því, að upp verði komið nokkurs konar iðnskóla, þar sem kennd sé matreiðsla og framreiðsla á gistihúsum. N. gat ekki orðið við ósk um þess háttar breytingu, því að eins og grg. frv. ber með sér, er höfuðtilgangur þessa skóla að bæta úr menntun matsveina á íslenzka skipaflotanum. En Matsveina- og veitingaþjónafélag Íslands vill setja þetta sjónarmið til hliðar, en leysa þann þátt málsins betur, að upp verði komið iðnskóla fyrir þá, er starfa á gistihúsunum. Hins vegar kom það fram í n., að ýmsir nm. líta svo á, að í framtíðinni muni sækja í það horf, að stofnaður verði sérstakur iðnskóli fyrir gistihúsin, eins og félagið leggur til, því að það muni sýna sig, að vandkvæðum verði bundið að hafa kennslu þessara aðila sameiginlega, þótt gert sé ráð fyrir því fyrst um sinn. Að því athuguðu leggur n. til. að frv. verði samþ. í öllum meginatriðum eins og það liggur fyrir. sbr. þó þá breyt., er n. leggur til. að gerð verði á 4. gr., en þar eru taldar upp þær skyldunámsgreinar, sem kenna á í skólanum. En þar sem höfuðtilgangur skólans er menntun matsveina á fiskiskipunum og gert er ráð fyrir því í 5. gr., að kennslunni verði hagað þannig, að matsveinarnir öðlist nægilega leikni og þekkingu í skólanum, þótti ekki ástæða til að telja upp allar námsgreinarnar í 4. gr., heldur breyta henni þannig, að námsgreinarnar verði ákveðnar með sérstakri reglugerð.

Rétt er að geta þess, að sjútvn. sneri sér til menntmn. Nd. og óskaði eftir umsögn hennar um þetta skólafrv. með sérstöku tilliti til þess, að það yrði í samræmi .við önnur frv., er sú n. fær til meðferðar. En það atvikaðist nú þannig, að umsögn þeirrar n. barst ekki, fyrr en málið hafði verið afgr. í sjútvn. Menntmn. bendir í umsögn sinni á tvær breyt., og er það ætlun sjútvn. að taka þær til greina á milli 2. og 3. umr., en að svo stöddu leggur hún til. að frv. verði samþ. með þeirri breyt. einni, sem getur á þskj. 186.