18.12.1946
Efri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

45. mál, menntaskólar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Þetta er ekki rétt, sem hv. 8. landsk. sagði um menntaskólana. það er ljóst, að þarna er heimild til þess að stytta kennslustundafjöldann niður í 24 st. á viku og eftir 60 ára aldur niður í 19 kennslustundir. því er haldið fram af hv. 8. landsk. og líkt röksemdafærslu hv. 3. landsk., að 18 sé meira en 19.