22.03.1948
Neðri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. á þessu stigi málsins, en að gefnu tilefni frá hv. 2. þm. Reykv. vil ég samt þegar við þessa 1. umr. málsins láta í ljós skoðun mína og afstöðu til fyrsta málsl. I. gr. í þessu frv., sem hér er til umr. Ég er andvígur frestun þeirri, sem felst í fyrsta málsl. 1. gr., og mun greiða atkv. gegn honum.

Ég er algerlega sammála þeim rökum, sem fram komu hjá hv. þm. 1-Ísf. og 6. þm. Reykv. um, að þessi l. hafi verið sett af brýnni nauðsyn og fyllsta ástæða sé til þess að fylgja þeim l. sem fastast fram. Ég tel því stefnt í öfuga átt. ef stigið er það spor að hverfa frá framkvæmd þessara nauðsynlegu laga. Á þessu stigi skal ég ekki eyða tíma í að rökstyðja þetta frekar. Það hefur þegar verið gert af hv. þm. N-Ísf. og 6. þm. Reykv. Ég vildi aðeins láfa þessa skoðun í ljós við þessa umr. og mun greiða atkv. gegn því, að umrædd l. skuli ekki koma til framkvæmda að því leyti, sem hér um ræðir.