22.03.1948
Neðri deild: 80. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (1051)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Ég sé, að mér hefur orðið það á í sambandi við nál. mitt að leggja það til, að frv. sé fellt í heild. Ég legg til, að 1.–5. liður sé felldur, en 6. lið breytt. Það var ekki meining mín að leggja til, að sá liður væri felldur, þó að ég orðaði nál. svo í flýti. Ég leyfi mér því að leiðrétta þetta og jafnframt að flytja brtt. við 1. gr. þess efnis, að aftan við 6. tölul. bætist: enda skulu skip þeirra aðila, sem ekki eru hluthafar, hafa rétt til að landa afla sínum í bræðsluskipið í réttu hlutfalli við hlutafjáreign Síldarverksmiðja ríkisins í hlutafélaginu.

Þetta mál hefur verið svo mikið rætt, að ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um það. Ég legg þessa brtt. fram, og vil leyfa mér að biðja hæstv. forseta að leita afbrigða.