22.03.1948
Neðri deild: 80. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 909 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Finnur Jónsson:

Við 1. umr. gerði ég sérstaklega að umtalsefni 2. lið þessa frv. Fjhn. hefur ekki tekið ábendingar mínar til greina. Viðvíkjandi þessu mun og ekki flytja brtt. nú, heldur við 3. umr.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Borgf. sagði um 1. lið, er það að segja, að þetta ákvæði getur trauðla verkað á loforð. sem fyrir liggja frá núv. stj. Á ég þar sérstaklega við loforð til Ísafjarðar varðandi 12 íbúðir.

Það hefur víða verið byggt mjög mikið meðan 1. voru í gildi, og það má vera, að eitthvað dragi úr því nú. En það er mjög mikill hugur í mönnum um byggingu verkamannabústaða og samvinnubústaða á þessu ári, og ég geri mér vonir um, að stj. styðji þær framkvæmdir, eftir því sem unnt er.

Upp á framtíðina er vert að gleðjast yfir því, að l., er áttu andmælendur í Sjálfstfl., er þau voru sett, eiga nú styrktarmenn innan Sjálfstfl. Ég vona því, að við næstu fjárlög veiti þeir ríflegan styrk í þessu skyni, og þykir vænt um að eiga von um þann liðstyrk.