23.03.1948
Neðri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1063)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Pétur Ottesen:

Mér er ljóst, að samningar þeir, sem liggja til grundvallar stofnun þessa félags um forgangsrétt, geti skapað vandræði í framkvæmd, auk þess sem það getur orkað tvímælis í fjárframlögum úr ríkissjóði í samræmi við slíka ákvörðun. Og þar sem hins vegar, eftir því sem upplýst hefur verið, slíkt gæti skeð, þá teldi ég það út af fyrir sig mjög miður farið. Með tilliti til þess, að þetta gæti á þennan hátt truflað þennan félagsskap, greiði ég atkv. á móti brtt. og segi nei.