24.03.1948
Efri deild: 88. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

188. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

forseti (BSt):

Í sambandi við þskj. um þetta mál skal ég taka fram, að það er ekki búið að útbýta frv. eins og það var afgr. frá hv. Nd. En það er samhljóða þskj. 592, eins og það var samþ. hér í hv. d., með þeirri breyt., að við 6. lið 1. gr. frv. komi þessi viðbót: „Ríkisstjórnin skal jafnhliða þeirri fyrirgreiðslu, sem h/f Hæringi verður veitt til kaupa á síldarbræðsluskipi, leitast við að tryggja öllum íslenzkum síldveiðiskipum sem jafnasta aðstöðu til síldarlöndunar í verksmiðjuna.“ — Það er búið að tölusetja þskj., en ekki búið að útbýta því.