03.11.1947
Efri deild: 13. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (1170)

28. mál, hækkun á aðflutningsgjöldum 1947

Gísli Jónsson:

Það stendur hér skýrt í grg., að í bréfi flugmálastjóra sé tekið fram, að með lækkun á flugvélabenzíni sé hægt að hækka lendingar- og stæðisgjöld á Keflavíkurflugvellinum. Mér virðist þetta benda til þess, að hann hafi þá ekki sett sig nógu vel inn í þetta mál, eftir því, sem hv. síðasti ræðumaður talaði hér. Og vil ég gjarnan óska þess, ef hv. form. fjhn. á samtal við flugmálastjóra, að hann taki til athugunar, að þetta, sem drepið er á í grg., að lendingar- og stæðisgjöld hækki, verði þá ekki til þess að fella þann árangur, sem á að ná með þessu frv., þannig að þá verði hækkuð gjöld flugvélanna meira en nemur því, sem á að gefa eftir með þessu frv.