31.10.1947
Neðri deild: 11. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (1182)

53. mál, ullarmat

Steingrímur Steinþórsson:

Frsm. landbn., hv. þm. A-Húnv., er fjarstaddur sökum veikinda. Vil ég því fylgja frv. úr hlaði með örfáum orðum. Eins og sjá má í grg., er þetta frv. flutt samkvæmt beiðni landbrh. vegna ágreinings, sem varð á seinasta ári um það, hvernig skilja bæri ákvæði um laun yfirullarmatsmanna. Þegar rætt var um þetta mál seinast, fór það til landbn. og fjvn., en þar fékkst ekkert ákveðið um, hvernig skilja bæri ákvæðin frá 1945. Landbn. var sammála um að mæla með, að frv. yrði samþ. eins og það nú er, og hef ég svo ekki meira um þetta að segja.