02.12.1947
Efri deild: 26. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1210)

75. mál, skemmtanir og samkomur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem komið er frá Nd., var samþ. þar án breytinga. Það var sent allshn. og var tekið fyrir á fundi í n. og athugað. N. sá ekki ástæðu til að gera breyt. á sjálfum frvgr., en samkv. bendingu frá hæstv. dómsmrh. breytti hún fyrirsögn frv., þar sem það kynni að hneyksla einhverja að tala um lokunartíma á útisamkomum. Hv. leggur því til, að fyrirsögn frv. verði þannig: Frv. til l. um heimild til þess að marka skemmtunum og samkomum tíma. — Ég held, að ekkert sé við þessa breytingu að athuga. Ég er á þeirri skoðun, að hún bæti mikið úr þeim annmarka, sem áður var á fyrirsögn frv.