03.12.1947
Efri deild: 27. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

72. mál, dýralæknar

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins benda hæstv. forseta þessarar d. á það, að einn af hans kjósendum. Halldór Jónsson á Brekku, hefur alltaf verið á lista sem einn, er styrkur var ætlaður, en aldrei hirt sinn styrk, af því að hann veit ekkert um þetta. Alþ. hefur ekki látið neinn vita um þetta, og þessi hefur orðið afleiðingin af því. Þess vegna vænti ég, að hv. fjvn. taki þetta allt til athugunar, og í trausti þess, að hún geri það, ætla ég ekki meira um þetta að segja.