08.12.1947
Neðri deild: 28. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

102. mál, almannatryggingar

Páll Þorsteinsson:

Ég skal ekki tefja afgreiðslu þessa máls með langri ræðu að þessu sinni.

Það er aðeins eitt atriði, sem ég vildi drepa á til athugunar fyrir þá n., sem málið flytur og væntanlega athugar það milli umr. Ég held, að þegar l. um almannatryggingar voru sett, þá hafi ekki með þeirri lagasetningu verið aukin ákvæði um slysabætur. Þau voru orðin það fullkomin samkv. eldri lögum, nr. 104 frá 1943, sem vitnað er til í því frv., sem hér liggur fyrir. Það er að vísu öðruvísi raðað niður í þeim l. um almannatryggingar, sem nú eru, en í eldri l. Í hinum eldri l. eru þessi ákvæði í einum kafla, II. kafla l. nr. 104 frá 1943, sem hér er vitnað til í fyrsta tölulið þessa frv. En með l. um almannatryggingar er þessum ákvæðum dreift milli tveggja kafla, þ.e.a.s., að í kafla, sem ber fyrirsögnina: Slysabætur — eru ákvæði um dagpeninga og örorkubætur. Ákvæðin um sjúkrahjálp, kostnað á umbúðum og lyfjum er að finna í kaflanum um heilsugæzlu, þeim kafla, sem nú er gert ráð fyrir að fresta framkvæmd á á næsta ári. Ég geri ráð fyrir því, að fyrir þeim, sem að þessu frv. standa, vaki það að skerða á engan hátt þær bætur vegna slysa, sem greiddar hafa verið. Ég kem ekki auga á, eftir hvaða lagagr. ætti að greiða sjúkrahjálp til þeirra, ef II. kafli 1. frá 1943 gildir ekki lengur og heilsugæzlukaflanum í almannatryggingal. er frestað. Út af þessu, sem fram kemur hjá frsm. n., vil ég benda á það, að 1. tölul. I. gr. þessa frv. fjallar aðeins um að framlengja III. kafla l. nr. 104 frá 1943. Í HI. kafla þeirra l. eru ákvæði um sjúkrasamlög og sjúkrabætur. Í II. kafla eru ákvæði um aðrar slysabætur og sjúkrahjálp. Hér er ekki orð um, eða ég kem ekki auga á það, að þann kafla eigi að framlengja eða ákvæði hans. Þess vegna vildi ég aðeins benda á það n. til athugunar, hvort ekki væri nauðsynlegt að koma inn í frv. ákvæði, sem lúti að þessu atriði, að II. kafli l. frá 1943 og þau ákvæði, sem í honum eru, gildi áfram samhliða því, sem hér er gert ráð fyrir um allan III. kafla þeirra laga.