15.12.1947
Efri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

47. mál, togarasmíði í tilraunaskyni

Páll Zóphóníasson:

Ég skil ekki, þegar ég bendi á, að þegar hvíla 100 millj. kr. á ríkissjóði vegna útvegsins og spyr, hvort rétt sé að setja á 4 millj. kr. til, þá rísa upp tveir hv. þm. og segja, að ég sé að fjandskapast við sjávarútveginn. Ég benti þó á, að þetta væri til bóta. Enn fremur, er ég vil fá að vita, hver eigi að annast reksturinn, þá segir annar ríkið, en hinn fer hjá sér. Ég bið þá að athuga, hvað þeir segja. Þetta er ekki annað en hystería.