09.02.1948
Efri deild: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

106. mál, skráning skipa

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi skrifl. brtt. frá hv. sjútvn.:

„Við 5. gr. Á eftir orðunum „Ef skip, sem skráð hefur verið sem fiskiskip“ í 5. málsgr. komi: og stundað hefur fiskveiðar.“

Þessi brtt. þarf tvöföld afbrigði, þar sem hún er bæði skrifleg og of seint fram komin, og vil ég því leita afbrigða hjá hv. d., til þess að brtt. megi koma fyrir.