02.03.1948
Efri deild: 72. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

106. mál, skráning skipa

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti. Þetta mál hefur tekið smábreytingum í Nd. Það hefur verið rætt við nm. í sjútvn., og eru þeir sammála um að fallast á breytingar Nd. Aðalbreyt. eru þær, að í stað orðanna „viðskiptafulltrúum Íslands“ komi: fulltrúum Íslands. — Enn fremur er breyt. á 7. gr. frv. frá hv. 3. þm. Reykv. (HB), sem einnig hefur verið samþ. í Nd. og við höfum ekki heldur neitt við að athuga. Efnislega hnígur hún að því að tryggja félögum, að aðrir taki ekki upp samnefni skipa þeirra. Önnur félög en Eimskipafélag Íslands mættu þannig ekki taka upp fossanöfn á skip sín t.d., og er hér um að ræða nokkurs konar lögverndun á heitum skipa.

Við leggjum því til, að frv. verði samþ. eins og það kemur frá Nd.