18.12.1947
Efri deild: 39. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

122. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. — Það er ekki af því, að ég sé andvígur því, að þau réttindi., sem í frv. þessu eru ákvæði um. verði framlengd, að ég kvaddi mér hljóðs, heldur vildi ég vita, hvað veldur þeim sífellda drætti. sem orðið hefur í sambandi við samninga um skilnað Íslands og Danmerkur. Hæstv. ráðh. kom að því í ræðu sinni, að dráttur hefði orðið á þessum samningum vegna kosninga í Danmörku, og skýrir það málið að nokkru. Hins vegar vildi ég vita, hvort Íslendingar ættu þátt í þeim drætti, sem á þessu hefur orðið. Enn fremur vildi ég vita, hver þessi ýmis atriði eru í sambandi við samninginn milli Íslands og Danmerkur. sem ekki hefur enn náðst fullkomið samkomulag um.